Sauber liðið í Formúlu 1 kynnti nýjan keppnisbíl sinn í dag. Liðið var síðast allra til að svipta hulunni af nýjum keppnisbíl fyrir komandi tímabil.
Sauber neyddist til að fresta frumsýningu bílsins. Á fyrstu æfingum notaði Sauber uppfærðan bíl síðasta árs.
Marcus Ericsson og Felipe Nasr verða áfram hjá liðinu og útlit bílsins er mjög svipað fyrirrennaranum.
„Við viljum klárlega ná framförum. Augljóslega viljum við ná ákveðnum staðal. Til að byrja með viljum við tryggja stöðu okkar sem meðalið. Eftir að ná þeim markmiðum horfum við til stöðu ökumannanna okkar,“ sagði Monisha Kaltenborn, liðsstjóri Sauber.
„Baráttan er að þéttast. Ég er sannfærður um að með nýjum bíl munum við taka skref fram á við. Við ætlum okkur að ná í stöðugari stig. Fólkið í verksmiðjunni í Hinwil hefur unnið gríðarlega hörðum höndum að því að koma okkur í rétta átt,“ sagði Ericsson, annar ökumanna liðsins.
Bíllinn verður fyrst settur á braut á morgun þegar seinni æfingalotan fyrir tímabilið hefst í Barselóna.
Sauber kynnir nýjan bíl

Tengdar fréttir

Nýtt fyrirkomulag tímatöku í Formúlu 1
Breyting á tímatökufyrirkomulaginu er yfirvofandi í Formúlu 1. Breytingin felur í sér útsláttarfyrirkomulag með nýrri nálgun.

Hulkenberg fljótastur en Sainz ók lengst
Þriðji æfingadagurinn fyrir Formúlu 1 tímabilið fór fram í dag. Nico Hulkenberg var fljótastur á Force India bílnum. Carlos Sainz fór lengst í Toro Rosso bílnum.

Vettel fjótastur en Hamilton fór lengst
Fyrsti dagur æfinga fyrir komandi tímabil í Formúlu 1 var í dag. Sebastian Vettel á Ferrari ók hraðast allra í dag.

Frumsýningar í Formúlu 1
Formúlu 1 tímabilið hefst 18. mars næstkomandi, með föstudagsæfingum í Ástralíu. Fyrst fara fram æfingar og frumsýningar liðanna á nýjum bílum.

Kimi Raikkonen fljótastur á lokadegi fyrstu æfingalotu
Kimi Raikkonen var fljótastur í dag. Fjórði dagur æfinga fyrir komandi tímabil í Formúlu 1 fór fram á brautinni í Barselóna.