Tekist á um málefni minnihlutahópa: „Aðeins annað okkar bauð sig fram gegn Obama“ Bjarki Ármannsson skrifar 12. febrúar 2016 10:23 Einvígis þeirra Sanders og Clinton var beðið með mikilli eftirvæntingu. Vísir/EPA Sjöundu kappræður forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Bernie Sanders voru sýndar í beinni á sjónvarpsstöðinni PBS í nótt. Einvígisins var beðið með mikilli eftirvæntingu vestanhafs, ekki síst í ljósi stórsigurs Sanders í forvalinu í New Hampshire í vikunni. Sá sigur, sem og úrslit fyrsta forvalsins í Iowa, þar sem Clinton sigraði með miklum naumindum, gaf til kynna að öldungadeildarþingmaðurinn Sanders gæti reynst Clinton talsvert erfiðari keppinautur en nokkur hafði í raun gert ráð fyrir.Sjá einnig: Lofar stjórnmálabyltingu verði hann kjörinn forseti Utanríkisráðherrann umdeildi nýtur þó enn mikils forskots á Sanders í fylgiskönnunum um land allt og þó Sanders eigi sér eldheita stuðningsmenn er Clinton mun þekktara nafn innan Demókrataflokksins. Staða hennar þykir sömuleiðis mjög góð í ríkjunum þar sem næstu forkosningarnar fara fram, Nevada og Suður-Karólínu, en íbúar þeirra eru að stórum hluta svartir eða spænskumælandi.Það kom því ekki á óvart að sjá frambjóðendurna tvo beina máli sínu oft að minnihlutahópum í nótt. Meðal annars lofuðu bæði Sanders og Clinton afrek Barack Obama, sitjandi forseta, sem nýtur mikilla vinsælda meðal minnihlutahópa í Bandaríkjunum. Clinton, sem gegnir stöðu ráðherra í ríkisstjórn Obama, dró fram gagnrýni Sanders á forsetann í gegnum tíðina en Sanders stóð fastur á því að hann teldi forsetann vin sinn og benti á að „aðeins annað okkar bauð sig fram gegn Obama. Það var ekki ég.“ Þá beindu forsetaefnin athyglinni á kerfisbundið óréttlæti innan lögreglu og dómstóla gagnvart bandarískum minnihlutahópum.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forskosningarnar í Bandaríkjunum „Svartur drengur sem fæðist í Bandaríkjunum í dag á fjórðungslíkur á því að verða fangelsaður á lífsleiðinni,“ benti Sanders á. „Þetta er einn stærsti harmur þjóðarinnar okkar og við getum ekki lengur sópað þessu vandamáli undir teppið.“ Bent hefur verið á að þó skriðþunginn í kapphlaupinu um útnefningu Demókrataflokksins sé klárlega með Sanders þessa stundina, eru stuðningsmenn hans fyrst og fremst hvítt fólk. Hann gerði slæma stöðu minnihluta í bandarísku samfélagi að umfjöllunarefni í nótt en Clinton þótti hafa komið á hann sterku höggi í lokaorðum sínum þegar hún gerði lítið úr því hve mikið Sanders einblínir á vandamál í fjármálageiranum í málflutningi sínum.„Ég er ekki eins málefnis frambjóðandi,“ sagði Clinton. „Og ég trúi því ekki að við búum í eins málefnis ríki.“ Þar á eftir dró hún fram afstöðu sína í málefnum LGBT-fólks, kvenna og annarra minnihlutahópa, sem Sanders virðist almennt ekki jafn hrifinn af því að ræða og þörfina á því að draga úr áhrifum stórra fjármálafyrirtækja í Bandaríkjunum. Sanders hefur þó komið ítrekað á óvart í kosningabaráttunni með þessum skilaboðum sínum og forskot Clinton ekki talið nærri því jafn öruggt og það var. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Deildu um Wall Street og utanríkisstefnu Bernie Sanders og Hillary Clinton tókust á í kappræðum í gær. 5. febrúar 2016 10:23 Hillary Clinton rétt marði Sanders með minnsta mun Demókratar gengu að kjörborðinu í Iowa til að velja sinn frambjóðanda fyrir næstu forsetakosningar í nótt. Þar var spennan gríðarleg og þegar búið er að telja 99,2 prósent atkvæða er munurinn á Bernie Sanders og Hillary Clinton of lítill til að hægt sé að úrskurða sigurvegara. 2. febrúar 2016 07:06 „Ég tek ekki við fé fyrir að halda ræður hjá Goldman Sachs“ Hillary Clinton og Bernie Sanders tókust á í kappræðum forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins. 18. janúar 2016 12:51 Vilja bæði draga úr áhrifum auðkýfinga Frambjóðendurnir Bernie Sanders og Hillary Clinton vilja bæði losna við pólitísk fjármögnunarfélög, sem beita auðæfum sínum til að hafa áhrif á kosningabaráttuna í Bandaríkjunum. Úrskurður Hæstaréttar frá 2010 stendur í veginum. 6. febrúar 2016 07:00 Forskot Clinton á Sanders nærri hverfur í nýrri skoðanakönnun Samkvæmt könnuninni nýtur Clinton nú stuðnings 43 prósenta líklegra kjósenda en Sanders 39 prósenta. 12. janúar 2016 07:00 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Sjöundu kappræður forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Bernie Sanders voru sýndar í beinni á sjónvarpsstöðinni PBS í nótt. Einvígisins var beðið með mikilli eftirvæntingu vestanhafs, ekki síst í ljósi stórsigurs Sanders í forvalinu í New Hampshire í vikunni. Sá sigur, sem og úrslit fyrsta forvalsins í Iowa, þar sem Clinton sigraði með miklum naumindum, gaf til kynna að öldungadeildarþingmaðurinn Sanders gæti reynst Clinton talsvert erfiðari keppinautur en nokkur hafði í raun gert ráð fyrir.Sjá einnig: Lofar stjórnmálabyltingu verði hann kjörinn forseti Utanríkisráðherrann umdeildi nýtur þó enn mikils forskots á Sanders í fylgiskönnunum um land allt og þó Sanders eigi sér eldheita stuðningsmenn er Clinton mun þekktara nafn innan Demókrataflokksins. Staða hennar þykir sömuleiðis mjög góð í ríkjunum þar sem næstu forkosningarnar fara fram, Nevada og Suður-Karólínu, en íbúar þeirra eru að stórum hluta svartir eða spænskumælandi.Það kom því ekki á óvart að sjá frambjóðendurna tvo beina máli sínu oft að minnihlutahópum í nótt. Meðal annars lofuðu bæði Sanders og Clinton afrek Barack Obama, sitjandi forseta, sem nýtur mikilla vinsælda meðal minnihlutahópa í Bandaríkjunum. Clinton, sem gegnir stöðu ráðherra í ríkisstjórn Obama, dró fram gagnrýni Sanders á forsetann í gegnum tíðina en Sanders stóð fastur á því að hann teldi forsetann vin sinn og benti á að „aðeins annað okkar bauð sig fram gegn Obama. Það var ekki ég.“ Þá beindu forsetaefnin athyglinni á kerfisbundið óréttlæti innan lögreglu og dómstóla gagnvart bandarískum minnihlutahópum.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forskosningarnar í Bandaríkjunum „Svartur drengur sem fæðist í Bandaríkjunum í dag á fjórðungslíkur á því að verða fangelsaður á lífsleiðinni,“ benti Sanders á. „Þetta er einn stærsti harmur þjóðarinnar okkar og við getum ekki lengur sópað þessu vandamáli undir teppið.“ Bent hefur verið á að þó skriðþunginn í kapphlaupinu um útnefningu Demókrataflokksins sé klárlega með Sanders þessa stundina, eru stuðningsmenn hans fyrst og fremst hvítt fólk. Hann gerði slæma stöðu minnihluta í bandarísku samfélagi að umfjöllunarefni í nótt en Clinton þótti hafa komið á hann sterku höggi í lokaorðum sínum þegar hún gerði lítið úr því hve mikið Sanders einblínir á vandamál í fjármálageiranum í málflutningi sínum.„Ég er ekki eins málefnis frambjóðandi,“ sagði Clinton. „Og ég trúi því ekki að við búum í eins málefnis ríki.“ Þar á eftir dró hún fram afstöðu sína í málefnum LGBT-fólks, kvenna og annarra minnihlutahópa, sem Sanders virðist almennt ekki jafn hrifinn af því að ræða og þörfina á því að draga úr áhrifum stórra fjármálafyrirtækja í Bandaríkjunum. Sanders hefur þó komið ítrekað á óvart í kosningabaráttunni með þessum skilaboðum sínum og forskot Clinton ekki talið nærri því jafn öruggt og það var.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Deildu um Wall Street og utanríkisstefnu Bernie Sanders og Hillary Clinton tókust á í kappræðum í gær. 5. febrúar 2016 10:23 Hillary Clinton rétt marði Sanders með minnsta mun Demókratar gengu að kjörborðinu í Iowa til að velja sinn frambjóðanda fyrir næstu forsetakosningar í nótt. Þar var spennan gríðarleg og þegar búið er að telja 99,2 prósent atkvæða er munurinn á Bernie Sanders og Hillary Clinton of lítill til að hægt sé að úrskurða sigurvegara. 2. febrúar 2016 07:06 „Ég tek ekki við fé fyrir að halda ræður hjá Goldman Sachs“ Hillary Clinton og Bernie Sanders tókust á í kappræðum forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins. 18. janúar 2016 12:51 Vilja bæði draga úr áhrifum auðkýfinga Frambjóðendurnir Bernie Sanders og Hillary Clinton vilja bæði losna við pólitísk fjármögnunarfélög, sem beita auðæfum sínum til að hafa áhrif á kosningabaráttuna í Bandaríkjunum. Úrskurður Hæstaréttar frá 2010 stendur í veginum. 6. febrúar 2016 07:00 Forskot Clinton á Sanders nærri hverfur í nýrri skoðanakönnun Samkvæmt könnuninni nýtur Clinton nú stuðnings 43 prósenta líklegra kjósenda en Sanders 39 prósenta. 12. janúar 2016 07:00 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Deildu um Wall Street og utanríkisstefnu Bernie Sanders og Hillary Clinton tókust á í kappræðum í gær. 5. febrúar 2016 10:23
Hillary Clinton rétt marði Sanders með minnsta mun Demókratar gengu að kjörborðinu í Iowa til að velja sinn frambjóðanda fyrir næstu forsetakosningar í nótt. Þar var spennan gríðarleg og þegar búið er að telja 99,2 prósent atkvæða er munurinn á Bernie Sanders og Hillary Clinton of lítill til að hægt sé að úrskurða sigurvegara. 2. febrúar 2016 07:06
„Ég tek ekki við fé fyrir að halda ræður hjá Goldman Sachs“ Hillary Clinton og Bernie Sanders tókust á í kappræðum forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins. 18. janúar 2016 12:51
Vilja bæði draga úr áhrifum auðkýfinga Frambjóðendurnir Bernie Sanders og Hillary Clinton vilja bæði losna við pólitísk fjármögnunarfélög, sem beita auðæfum sínum til að hafa áhrif á kosningabaráttuna í Bandaríkjunum. Úrskurður Hæstaréttar frá 2010 stendur í veginum. 6. febrúar 2016 07:00
Forskot Clinton á Sanders nærri hverfur í nýrri skoðanakönnun Samkvæmt könnuninni nýtur Clinton nú stuðnings 43 prósenta líklegra kjósenda en Sanders 39 prósenta. 12. janúar 2016 07:00