Olíuverð lækkar áfram þrátt fyrir samkomulag Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2016 17:49 Frá fundi ráðamanna Rússa, Sáda, Katar og Venesúela i dag. Vísir/EPA Yfirvöld Rússlands og Sádi-Arabíu komust að samkomulagi í dag um að halda olíuframleiðslu landanna í því magni sem það var í janúar. Katar og Venesúela koma einnig að samkomulaginu. Það tekur þó einungis gildi ef aðrir olíuframleiðendur fylgi því einnig. Þrátt fyrir að framleiðslan verði ekki aukin er hún enn nærri sögulegu hámarki á heimsvísu og lækkaði olíuverð áfram í dag. Íran kom þó ekki að viðræðunum, en með afnámi viðskiptaþvingana gegn landinu hafa þeir ákveðið að hækka olíuframleiðslu til muna.Sjá einnig: Gera samkomulag um framleiðsluþak á olíuBrent vísitalan er í 32,77 dollurum á tunnu og hráolía frá Bandaríkjunum er í 29,03 dollurum á tunnu. Í júní 2014 var tunnan á um 116 dollara, samkvæmt frétt BBC. Þessa miklu lækkun undanfarinna mánaða má rekja til offramleiðslu.Samkvæmt Reuters ætla yfirvöld í Íran sér þó að ná aftur markaðshlutdeild sinni, sem þeir hafi misst á undanförnum árum. Þeir ætli ekki að draga úr framleiðslu né frysta hana. Olíuráðherra Venesúela mun ferðast til Íran á morgun og ræða við ráðamenn þar um framleiðsluna. Þá hafa yfirvöld í Írak gefið út að þau séu tilbúin til að framfylgja samkomulaginu. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Yfirvöld Rússlands og Sádi-Arabíu komust að samkomulagi í dag um að halda olíuframleiðslu landanna í því magni sem það var í janúar. Katar og Venesúela koma einnig að samkomulaginu. Það tekur þó einungis gildi ef aðrir olíuframleiðendur fylgi því einnig. Þrátt fyrir að framleiðslan verði ekki aukin er hún enn nærri sögulegu hámarki á heimsvísu og lækkaði olíuverð áfram í dag. Íran kom þó ekki að viðræðunum, en með afnámi viðskiptaþvingana gegn landinu hafa þeir ákveðið að hækka olíuframleiðslu til muna.Sjá einnig: Gera samkomulag um framleiðsluþak á olíuBrent vísitalan er í 32,77 dollurum á tunnu og hráolía frá Bandaríkjunum er í 29,03 dollurum á tunnu. Í júní 2014 var tunnan á um 116 dollara, samkvæmt frétt BBC. Þessa miklu lækkun undanfarinna mánaða má rekja til offramleiðslu.Samkvæmt Reuters ætla yfirvöld í Íran sér þó að ná aftur markaðshlutdeild sinni, sem þeir hafi misst á undanförnum árum. Þeir ætli ekki að draga úr framleiðslu né frysta hana. Olíuráðherra Venesúela mun ferðast til Íran á morgun og ræða við ráðamenn þar um framleiðsluna. Þá hafa yfirvöld í Írak gefið út að þau séu tilbúin til að framfylgja samkomulaginu.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira