Markaðir erlendis að taka við sér á ný Sæunn Gísladóttir skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Lifnað hefur yfir alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í vikunni. NordicPhotos/Getty Í vikunni fór gengi hlutabréfa á Evrópu-, Asíu- og Norður-Ameríkumarkaði að styrkjast á ný. Í síðustu viku hafði bandaríski hlutabréfamarkaðurinn ekki verið lægri í tvö ár og gengi hlutabréfa í Evrópu hafði ekki verið lægra síðan í september 2013. Ein ástæða þess að hlutabréf hafa verið að hækka er hærra olíuverð. Um eftirmiðdaginn í gær hafði Brent Crude hráolía hækkað um rúmlega sex prósent og um rúmlega þrettán prósent frá því á fimmtudaginn í síðustu viku. Frá lokun markaða á föstudaginn fram að eftirmiðdegi á miðvikudaginn hækkaði FTSE 100 um 4,5 prósent, úr 5.706,33 stigum í 5963,28 stig. Nikkei 225 í Japan hækkaði um tæplega sex prósent, úr 14.943,12 stigum í 15.836,36 stig. Nikkei lækkaði þó um 1,4 prósent á miðvikudag í kjölfar styrkingar jensins, en hafði rokið upp um sjö prósent á mánudaginn. Shanghai-vísitalan hækkaði um rúmlega sex prósent í vikunni og lokaði í 2.867,34 stigum. Vísitalan hefur þó lækkað um 19 prósent á árinu. Í Þýskalandi hækkuðu bréf Deutsche Bank um tæplega fimm prósent á tímabilinu en DAX-vísitalan hækkaði um fjögur prósent, úr 8.967,51 í 9.322,65. Hlutabréfamarkaðir á Wall Street hækkuðu bæði á mánudag og þriðjudag um það mesta á tveimur dögum síðan í ágúst á síðasta ári. S&P 500 vísitalan hafði hækkað um 1,4 prósent um eftirmiðdaginn í gær. Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Í vikunni fór gengi hlutabréfa á Evrópu-, Asíu- og Norður-Ameríkumarkaði að styrkjast á ný. Í síðustu viku hafði bandaríski hlutabréfamarkaðurinn ekki verið lægri í tvö ár og gengi hlutabréfa í Evrópu hafði ekki verið lægra síðan í september 2013. Ein ástæða þess að hlutabréf hafa verið að hækka er hærra olíuverð. Um eftirmiðdaginn í gær hafði Brent Crude hráolía hækkað um rúmlega sex prósent og um rúmlega þrettán prósent frá því á fimmtudaginn í síðustu viku. Frá lokun markaða á föstudaginn fram að eftirmiðdegi á miðvikudaginn hækkaði FTSE 100 um 4,5 prósent, úr 5.706,33 stigum í 5963,28 stig. Nikkei 225 í Japan hækkaði um tæplega sex prósent, úr 14.943,12 stigum í 15.836,36 stig. Nikkei lækkaði þó um 1,4 prósent á miðvikudag í kjölfar styrkingar jensins, en hafði rokið upp um sjö prósent á mánudaginn. Shanghai-vísitalan hækkaði um rúmlega sex prósent í vikunni og lokaði í 2.867,34 stigum. Vísitalan hefur þó lækkað um 19 prósent á árinu. Í Þýskalandi hækkuðu bréf Deutsche Bank um tæplega fimm prósent á tímabilinu en DAX-vísitalan hækkaði um fjögur prósent, úr 8.967,51 í 9.322,65. Hlutabréfamarkaðir á Wall Street hækkuðu bæði á mánudag og þriðjudag um það mesta á tveimur dögum síðan í ágúst á síðasta ári. S&P 500 vísitalan hafði hækkað um 1,4 prósent um eftirmiðdaginn í gær.
Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira