WOW air skilar 1,5 milljarða hagnaði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. febrúar 2016 08:27 Skúli Mogensen er stofnandi og forstjóri WOW air. vísir/vilhelm Rekstrarhagnaður WOW air fyrir árið 2015 nam 1,5 milljörðum króna en það er viðsnúningur frá árinu á undan þegar flugfélagið tapaði 700 milljónum króna. Tekjur ársins 2015 námu um 17 milljörðum króna sem er 58 prósent aukning miðað við árið 2014 þegar tekurnar voru 10,7 milljarðar króna. Þá var rekstrarhagnaður án afskrifta (EBITDA) 2,4 milljarðar króna og jókst um 3 milljarða á milli ára. Í tilkynningu frá WOW segir að með tengingu áfangastaða í Norður-Ameríku við áfangastaði í Evrópu hafi leiðakerfi flugfélagsins styrkst til muna sem hefur leitt til betri nýtingu flugþota félagsins ásamt betri sætanýtingu. „Árið 2015 var í alla staði frábært. Við keyptum okkar fyrstu flugvélar, hófum flug til Norður-Ameríku, kynntum flug til Kaliforníu og skiluðum góðum hagnaði þrátt fyrir að vera enn að fjárfesta mjög mikið í öllum innviðum og áframhaldandi vexti félagsins. Það liggur gríðarleg vinna á bak við þennan árangur og ég er fyrst og fremst stoltur og þakklátur fyrir að fá að vinna með öllu því hæfileikaríka fólki sem starfar hjá WOW air og hefur gert þennan árangur að veruleika. WOW air hefur skapað sér mjög gott nafn erlendis sem leiðandi lággjaldaflugfélag og höfum nú sannað að lággjaldamódelið virkar einnig á lengri flugleiðum. Í því felst gríðarlegt tækifæri til áframhaldandi vaxtar sem við ætlum að nýta okkur,“ er haft eftir Skúla Mogensen, stofnanda og forstjóra WOW air í tilkynningunni. Tengdar fréttir WOW með áætlunarflug til Edinborgar í sumar Félagið fer tvær ferðir á milli Keflavíkur og Edinborgar í viku. 15. febrúar 2016 10:24 Farmiðakaup ríkisins upp á hundruði milljóna loks boðin út Hingað til hefur ríkið nánast eingöngu keypt flugmiða af Icelandair, þar sem ríkisstarfsmenn fá að njóta vildarpunktanna. 12. febrúar 2016 19:15 WOW air kaupir tvær nýjar Airbus A321 flugvélar Flugvélarnar verða notaðar í áframhaldandi stækkun WOW air í Norður-Ameríku. 5. febrúar 2016 14:31 WOW air tvöfaldar sætaframboð sitt WOW air mun á þessu ári bæta við sig tveimur nýjum vélum af gerðinni Airbus A321, árgerð 2016, og verða þær afhentar félaginu í maí og júní. 16. febrúar 2016 10:28 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Sjá meira
Rekstrarhagnaður WOW air fyrir árið 2015 nam 1,5 milljörðum króna en það er viðsnúningur frá árinu á undan þegar flugfélagið tapaði 700 milljónum króna. Tekjur ársins 2015 námu um 17 milljörðum króna sem er 58 prósent aukning miðað við árið 2014 þegar tekurnar voru 10,7 milljarðar króna. Þá var rekstrarhagnaður án afskrifta (EBITDA) 2,4 milljarðar króna og jókst um 3 milljarða á milli ára. Í tilkynningu frá WOW segir að með tengingu áfangastaða í Norður-Ameríku við áfangastaði í Evrópu hafi leiðakerfi flugfélagsins styrkst til muna sem hefur leitt til betri nýtingu flugþota félagsins ásamt betri sætanýtingu. „Árið 2015 var í alla staði frábært. Við keyptum okkar fyrstu flugvélar, hófum flug til Norður-Ameríku, kynntum flug til Kaliforníu og skiluðum góðum hagnaði þrátt fyrir að vera enn að fjárfesta mjög mikið í öllum innviðum og áframhaldandi vexti félagsins. Það liggur gríðarleg vinna á bak við þennan árangur og ég er fyrst og fremst stoltur og þakklátur fyrir að fá að vinna með öllu því hæfileikaríka fólki sem starfar hjá WOW air og hefur gert þennan árangur að veruleika. WOW air hefur skapað sér mjög gott nafn erlendis sem leiðandi lággjaldaflugfélag og höfum nú sannað að lággjaldamódelið virkar einnig á lengri flugleiðum. Í því felst gríðarlegt tækifæri til áframhaldandi vaxtar sem við ætlum að nýta okkur,“ er haft eftir Skúla Mogensen, stofnanda og forstjóra WOW air í tilkynningunni.
Tengdar fréttir WOW með áætlunarflug til Edinborgar í sumar Félagið fer tvær ferðir á milli Keflavíkur og Edinborgar í viku. 15. febrúar 2016 10:24 Farmiðakaup ríkisins upp á hundruði milljóna loks boðin út Hingað til hefur ríkið nánast eingöngu keypt flugmiða af Icelandair, þar sem ríkisstarfsmenn fá að njóta vildarpunktanna. 12. febrúar 2016 19:15 WOW air kaupir tvær nýjar Airbus A321 flugvélar Flugvélarnar verða notaðar í áframhaldandi stækkun WOW air í Norður-Ameríku. 5. febrúar 2016 14:31 WOW air tvöfaldar sætaframboð sitt WOW air mun á þessu ári bæta við sig tveimur nýjum vélum af gerðinni Airbus A321, árgerð 2016, og verða þær afhentar félaginu í maí og júní. 16. febrúar 2016 10:28 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Sjá meira
WOW með áætlunarflug til Edinborgar í sumar Félagið fer tvær ferðir á milli Keflavíkur og Edinborgar í viku. 15. febrúar 2016 10:24
Farmiðakaup ríkisins upp á hundruði milljóna loks boðin út Hingað til hefur ríkið nánast eingöngu keypt flugmiða af Icelandair, þar sem ríkisstarfsmenn fá að njóta vildarpunktanna. 12. febrúar 2016 19:15
WOW air kaupir tvær nýjar Airbus A321 flugvélar Flugvélarnar verða notaðar í áframhaldandi stækkun WOW air í Norður-Ameríku. 5. febrúar 2016 14:31
WOW air tvöfaldar sætaframboð sitt WOW air mun á þessu ári bæta við sig tveimur nýjum vélum af gerðinni Airbus A321, árgerð 2016, og verða þær afhentar félaginu í maí og júní. 16. febrúar 2016 10:28