Framlengt í Miðfirðinum og Norðurá Karl Lúðvíksson skrifar 19. febrúar 2016 16:32 Veiðifélag Miðfjarðarár hefur framlengt leigusamning við núverandi leigutaka Rafn Val Alfreðsson um fjögur ár þannig að samningurinn gildir til og með sumrinu 2020. Það verður ekki annað sagt en að samstarfið milli veiðifélagsins og Rafns hafi verið blómlegt enda hefur veiðin í ánni slegið hvert metið á fætur öðru. Lokatalan síðastliðið sumar var 6028 laxar sem er hæsta veiði sem hefur sést í sjálfbærri laxveiðiá á Íslandi. Áin er eðlilega þétt setin og eiginlega vonlaust að komast að en samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum er hú uppseld fyrir komandi sumar og langt með að verða það líka fyrir sumarið 2017 í forbókunum. Af öðrum leigumálum tengdum laxveiði þá heldur samstarf Veiðifélags Norðurár og Einars Sigfússonar áfram og hefur það fyrirkomulag sem tekið var upp gefið báðum aðilum ágæta raun. Af öðrum fréttum má síðan nefna að Leirvogsá er á leiðinni í útboð frá og með næsta sumri en áin er í dag og hefur verið lengi innan banda SVFR. Mest lesið Pistill: Eldisfiskur veiðist um allt land Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði
Veiðifélag Miðfjarðarár hefur framlengt leigusamning við núverandi leigutaka Rafn Val Alfreðsson um fjögur ár þannig að samningurinn gildir til og með sumrinu 2020. Það verður ekki annað sagt en að samstarfið milli veiðifélagsins og Rafns hafi verið blómlegt enda hefur veiðin í ánni slegið hvert metið á fætur öðru. Lokatalan síðastliðið sumar var 6028 laxar sem er hæsta veiði sem hefur sést í sjálfbærri laxveiðiá á Íslandi. Áin er eðlilega þétt setin og eiginlega vonlaust að komast að en samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum er hú uppseld fyrir komandi sumar og langt með að verða það líka fyrir sumarið 2017 í forbókunum. Af öðrum leigumálum tengdum laxveiði þá heldur samstarf Veiðifélags Norðurár og Einars Sigfússonar áfram og hefur það fyrirkomulag sem tekið var upp gefið báðum aðilum ágæta raun. Af öðrum fréttum má síðan nefna að Leirvogsá er á leiðinni í útboð frá og með næsta sumri en áin er í dag og hefur verið lengi innan banda SVFR.
Mest lesið Pistill: Eldisfiskur veiðist um allt land Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði