Minnsti hagnaður Hyundai í 5 ár Finnur Thorlacius skrifar 2. febrúar 2016 10:12 Hyundai Tucson. Hagnaður Hyundai í fyrra minnkaði um 13% og nam 690 milljörðum króna. Sala Hyundai jókst um 3% á árinu og nam 9.890 milljörðum króna. Því var hagnaður af veltu um 7%. Þetta er þriðja árið í röð sem hagnaður minnkar hjá Hyundai og í fyrsta skipti sem áætlanir um sölu bíla nær ekki markmiðum. Vandræði á mörkuðum í Kína, Brasilíu og Rússlandi eiga stærstan þátt í því en salan í Evrópu, Bandríkjunum og heimalandinu S-Kóreu stóðst væntingar og vel það. Hyundai spáir því að vöxturinn í ár verði ekki mikill og sá minnsti síðan árið 2006 og byggist það á minnkandi vexti í sölu bíla í Kína. Hyundai seldi færri bíla í Kína í fyrra en árið áður, í fyrsta skipti frá árinu 2007. Salan í Rússlandi féll um 3,2% og í Brasilíu um 2,7% en hún jókst um 11% í Evrópu og þar seldust 470.130 bílar í fyrra. Salan í Bandaríkjunum, næst stærsta markaði Hyundai, jókst um 5% og um 4,2% í S-Kóreu. Hyundai hefur miklar væntingar fyrir lúxusbílamerki sitt Genesis, en það var stofnað í nóvember síðastliðnum og á merkið að hífa upp hagnað Hyundai. Hyundai er meirihlutaeigandi í Kia og þar á bæ verður lögð áhersla á umhverfisvæna og litla bíla. Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent
Hagnaður Hyundai í fyrra minnkaði um 13% og nam 690 milljörðum króna. Sala Hyundai jókst um 3% á árinu og nam 9.890 milljörðum króna. Því var hagnaður af veltu um 7%. Þetta er þriðja árið í röð sem hagnaður minnkar hjá Hyundai og í fyrsta skipti sem áætlanir um sölu bíla nær ekki markmiðum. Vandræði á mörkuðum í Kína, Brasilíu og Rússlandi eiga stærstan þátt í því en salan í Evrópu, Bandríkjunum og heimalandinu S-Kóreu stóðst væntingar og vel það. Hyundai spáir því að vöxturinn í ár verði ekki mikill og sá minnsti síðan árið 2006 og byggist það á minnkandi vexti í sölu bíla í Kína. Hyundai seldi færri bíla í Kína í fyrra en árið áður, í fyrsta skipti frá árinu 2007. Salan í Rússlandi féll um 3,2% og í Brasilíu um 2,7% en hún jókst um 11% í Evrópu og þar seldust 470.130 bílar í fyrra. Salan í Bandaríkjunum, næst stærsta markaði Hyundai, jókst um 5% og um 4,2% í S-Kóreu. Hyundai hefur miklar væntingar fyrir lúxusbílamerki sitt Genesis, en það var stofnað í nóvember síðastliðnum og á merkið að hífa upp hagnað Hyundai. Hyundai er meirihlutaeigandi í Kia og þar á bæ verður lögð áhersla á umhverfisvæna og litla bíla.
Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent