Öldungadeildarþingmaðurinn á sér marga stuðningsmenn, sem sést á því að hann hlaut fimmtíu þúsund atkvæði í Iowa, en margir aðrir gagnrýna hann fyrir íhaldssamar skoðanir, til dæmis á fóstureyðingum og samkynja hjónaböndum.
Mögulega er þó engum jafn mikið í nöp við Ted Cruz og handritshöfundinum Craig Mazin, sem deildi herbergi með Cruz í Princeton-háskóla á sínum tíma. Mazin heldur úti vinsælli Twitter-síðu og hefur verið hreint út sagt ótrúlega duglegur við að setja inn níðfærslur um fyrrverandi herbergisfélagann frá því að kosningabarátta Cruz hófst.
You think tonight bothers me? Please. Every day I'd come back to my room and find Ted shirtless in bed, hands behind his head, armpits out.
— Craig Mazin (@clmazin) February 2, 2016
Samkvæmt tístum á síðu Mazin, virðist Cruz meðal annars hafa unnið sér inn óvild með því að misnota „snooze“-takkann á vekjaraklukku sinni, heimsækja herbergi kvenkyns nemenda klæddur baðsloppi og vera „ömurlegur persónuleiki.“
How little has Ted Cruz changed since 1988? If he hadn't gained weight, I could make a strong case that he was a cyborg.
— Craig Mazin (@clmazin) December 8, 2015
We didn't have carpets. Just a concrete floor against which I would smash my head to drown out the sound of Ted. https://t.co/ZCWfKOnQaq
— Craig Mazin (@clmazin) January 29, 2016