Jerry Seinfeld selur 3 verðmæta Porsche Finnur Thorlacius skrifar 3. febrúar 2016 12:37 Porsche bílarnir þrír. Jerry Seinfeld er mikill bílasafnari og á vænlegt safn verðmætra dýrgripa, margra hverra af eldri gerðinni. Hann hefur nú ákveðið að selja 3 þeirra, alla af Porsche gerð. Þetta eru 1955 árgerðin af Porsche 550 Spyder, 1958 árgerðin af Porsche 356 A GS/GT Carrera Speedster og 1974 árgerðin af Porsche 911 Carrera 3,0 IROC RSR. Sá fyrstnefndi er metinn á 6 milljónir dollara, 550 Spyder bíllinn á 2,5 milljónir dollara og sá síðastnefndi á um 1 milljón dollara. Samtals um 9,5 milljónir dollara, eða 1,24 milljarða króna. Bílarnir verða boðnir upp á Amelia Island Auction uppboðinu sem haldið er af Gooding & Company þann 11. mars næstkomandi. Að sögn Jerry Seinfeld er ástæðan fyrir sölu þessara bíla einfaldlega sú að hann kýs að aðrir fái að njóta þessara dýrgripa, hann hafi tekið það út nú þegar. Það þurfa þó greinilega að vera efnaðir kaupendur sem tryggja vilja sér þessa dýrgripi frá Seinfeld. Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent
Jerry Seinfeld er mikill bílasafnari og á vænlegt safn verðmætra dýrgripa, margra hverra af eldri gerðinni. Hann hefur nú ákveðið að selja 3 þeirra, alla af Porsche gerð. Þetta eru 1955 árgerðin af Porsche 550 Spyder, 1958 árgerðin af Porsche 356 A GS/GT Carrera Speedster og 1974 árgerðin af Porsche 911 Carrera 3,0 IROC RSR. Sá fyrstnefndi er metinn á 6 milljónir dollara, 550 Spyder bíllinn á 2,5 milljónir dollara og sá síðastnefndi á um 1 milljón dollara. Samtals um 9,5 milljónir dollara, eða 1,24 milljarða króna. Bílarnir verða boðnir upp á Amelia Island Auction uppboðinu sem haldið er af Gooding & Company þann 11. mars næstkomandi. Að sögn Jerry Seinfeld er ástæðan fyrir sölu þessara bíla einfaldlega sú að hann kýs að aðrir fái að njóta þessara dýrgripa, hann hafi tekið það út nú þegar. Það þurfa þó greinilega að vera efnaðir kaupendur sem tryggja vilja sér þessa dýrgripi frá Seinfeld.
Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent