Er þetta frétt? Hugleikur Dagsson skrifar 4. febrúar 2016 07:00 Mér finnst fréttir ekki vera fréttir lengur. Alltaf þegar maður kveikir á fréttunum er það sama. Stríð í útlöndum. Kemur ekki á óvart. Stjórnmálamaður er ósammála öðrum stjórnmálamanni. Duh. Og fótboltalið vann annað fótboltalið í fótbolta. Sem einhverra hluta vegna er hluti af fréttatímanum. Ekkert af þessu eru fréttir. Þetta gerist á hverjum degi. Alltaf. Meirasegja þegar eitthvað hræðilegt gerist þá snertir það okkur ekki. Springandi börn í útlöndum eru of langt í burtu til að registera. Svakaleg spilling á Alþingi er of boring til að velta sér uppúr henni. Fótboltalið sem tapar mikilvægum leik vinnur kannski næsta leik. Og við heyrðum hvorteðer allar þessar fréttir í síðustu viku. Á svona tímum bíð ég eftir geimveruinnrás. Það væri frétt. Þessvegna er ekkert skrítið að fólk leiti eftir fjölbreyttari fréttum á vafasamari miðlum. Ég nefni engin nöfn. En það er bara vegna þess að ég sé ekki lengur muninn á fréttamiðlum. Allar fullar af fyrirsögnum um fólk á Facebook sem sagði eitthvað um annað fólk á Facebook. Eða sexý fréttum eins og „Kim Kardashian bítur kött“. Og allir brjálast og úthúða miðlinum sem dirfist að kalla það frétt. „Er þetta frétt?!“ spyrð þú. Svarið er já. Já, þetta er frétt. Þú gerðir þetta að frétt. Þú fórst á netið. Þú fórst á fréttamiðilinn. Þú smelltir á greinina. Þú gerðir hana meira lesna. Þú hjálpaðir til við að selja auglýsinguna sem er við hliðina á fréttinni. Fólkið sem skrifar fréttirnar er ekki vandamálið. Fjölmiðlarnir eru ekki vandamálið. Þú ert vandamálið. Og ég líka. En ég vildi bara sjá afhverju Kim Kardashian beit kött. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hugleikur Dagsson Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Mér finnst fréttir ekki vera fréttir lengur. Alltaf þegar maður kveikir á fréttunum er það sama. Stríð í útlöndum. Kemur ekki á óvart. Stjórnmálamaður er ósammála öðrum stjórnmálamanni. Duh. Og fótboltalið vann annað fótboltalið í fótbolta. Sem einhverra hluta vegna er hluti af fréttatímanum. Ekkert af þessu eru fréttir. Þetta gerist á hverjum degi. Alltaf. Meirasegja þegar eitthvað hræðilegt gerist þá snertir það okkur ekki. Springandi börn í útlöndum eru of langt í burtu til að registera. Svakaleg spilling á Alþingi er of boring til að velta sér uppúr henni. Fótboltalið sem tapar mikilvægum leik vinnur kannski næsta leik. Og við heyrðum hvorteðer allar þessar fréttir í síðustu viku. Á svona tímum bíð ég eftir geimveruinnrás. Það væri frétt. Þessvegna er ekkert skrítið að fólk leiti eftir fjölbreyttari fréttum á vafasamari miðlum. Ég nefni engin nöfn. En það er bara vegna þess að ég sé ekki lengur muninn á fréttamiðlum. Allar fullar af fyrirsögnum um fólk á Facebook sem sagði eitthvað um annað fólk á Facebook. Eða sexý fréttum eins og „Kim Kardashian bítur kött“. Og allir brjálast og úthúða miðlinum sem dirfist að kalla það frétt. „Er þetta frétt?!“ spyrð þú. Svarið er já. Já, þetta er frétt. Þú gerðir þetta að frétt. Þú fórst á netið. Þú fórst á fréttamiðilinn. Þú smelltir á greinina. Þú gerðir hana meira lesna. Þú hjálpaðir til við að selja auglýsinguna sem er við hliðina á fréttinni. Fólkið sem skrifar fréttirnar er ekki vandamálið. Fjölmiðlarnir eru ekki vandamálið. Þú ert vandamálið. Og ég líka. En ég vildi bara sjá afhverju Kim Kardashian beit kött.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun