Aflaukning en minni eyðsla í nýjum Porsche 718 Boxster Finnur Thorlacius skrifar 4. febrúar 2016 10:18 Nýir Porsche Boxster og Cayman (sá með harða þakinu) Ávallt tekst Porsche að auka afl bíla sinna og í leiðinni að minnka eyðslu þeirra svo um munar. Í nýrri gerð Porsche Boxster, sem nú hefur fengið stafina 718 hefur afl aukist um 35 hestöfl bæði í hefðbundinni gerð hans og í S-gerð hans, en eyðsla beggja bílanna hefur í leiðinni minnkað um 13%. Báðir fá þeir nú fjögurra strokka vélar í stað sex strokka áður. Porsche 718 Boxster er með 2,0 lítra vél sem er 300 hestöfl og eyðir aðeins 6,9 lítrum og 718 Boxster S fær 2,5 lítra vél sem er 350 hestöfl og eyðir 7,3 lítrum á hverju hundrað ekna kílómetra. Bílarnir hafa auk þess fengið öflugri bremsur og algjörlega nýjan undirvagn og fjöðrun sem tryggir enn meiri sportlega eiginleika en í forveranum, en var hann þó góður áður. Mikil breyting hefur einnig orðið á innviðum bílsins, til að mynda gerbreytt mælaborð með snertiskjá. Þetta er í fyrsta skipti frá sjöunda áratug síðustu aldar sem Porsche bíður nú bíl með fjögurra strokka vélum, en nú eru þær komnar með forþjöppur. Þær auka mjög á tog vélanna og hefur það aukist um 100 Nm í 718 Boxster og er nú 380 Nm, en í 718 Boxster S hefur aukningin orðið 60 Nm og samtals 420 Nm. Næst það tog fram á 1.900 til 4.500 snúningum. Fyrir vikið eru bílarnir þónokkuð sneggri og tekur það 718 Boxster nú 4,7 sekúndur að komast í 100 km hraða og 718 Boxster S er 4,2 sekúndur í 100. Það gerir þessa nýju kynslóð 718 Boxster 0,8 sekúndum fljótari og 718 Boxster S 0,6 sekúndum fljótari. Hámarkshraði aflminna bílsins er 275 km/klst og þess aflmeiri 285 km/klst. Báða bílana má fá með beinskiptingu, sem og PDK sjálfskiptingu. Porsche mun hefja sölu nýs 718 Boxster þann 30. apríl í Evrópu og mun hann kosta frá 53.646 evrum í Þýskalandi, en 718 Boxster S kostar frá 66.141 evru. Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent
Ávallt tekst Porsche að auka afl bíla sinna og í leiðinni að minnka eyðslu þeirra svo um munar. Í nýrri gerð Porsche Boxster, sem nú hefur fengið stafina 718 hefur afl aukist um 35 hestöfl bæði í hefðbundinni gerð hans og í S-gerð hans, en eyðsla beggja bílanna hefur í leiðinni minnkað um 13%. Báðir fá þeir nú fjögurra strokka vélar í stað sex strokka áður. Porsche 718 Boxster er með 2,0 lítra vél sem er 300 hestöfl og eyðir aðeins 6,9 lítrum og 718 Boxster S fær 2,5 lítra vél sem er 350 hestöfl og eyðir 7,3 lítrum á hverju hundrað ekna kílómetra. Bílarnir hafa auk þess fengið öflugri bremsur og algjörlega nýjan undirvagn og fjöðrun sem tryggir enn meiri sportlega eiginleika en í forveranum, en var hann þó góður áður. Mikil breyting hefur einnig orðið á innviðum bílsins, til að mynda gerbreytt mælaborð með snertiskjá. Þetta er í fyrsta skipti frá sjöunda áratug síðustu aldar sem Porsche bíður nú bíl með fjögurra strokka vélum, en nú eru þær komnar með forþjöppur. Þær auka mjög á tog vélanna og hefur það aukist um 100 Nm í 718 Boxster og er nú 380 Nm, en í 718 Boxster S hefur aukningin orðið 60 Nm og samtals 420 Nm. Næst það tog fram á 1.900 til 4.500 snúningum. Fyrir vikið eru bílarnir þónokkuð sneggri og tekur það 718 Boxster nú 4,7 sekúndur að komast í 100 km hraða og 718 Boxster S er 4,2 sekúndur í 100. Það gerir þessa nýju kynslóð 718 Boxster 0,8 sekúndum fljótari og 718 Boxster S 0,6 sekúndum fljótari. Hámarkshraði aflminna bílsins er 275 km/klst og þess aflmeiri 285 km/klst. Báða bílana má fá með beinskiptingu, sem og PDK sjálfskiptingu. Porsche mun hefja sölu nýs 718 Boxster þann 30. apríl í Evrópu og mun hann kosta frá 53.646 evrum í Þýskalandi, en 718 Boxster S kostar frá 66.141 evru.
Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent