Aka hringinn á smábíl Finnur Thorlacius skrifar 8. febrúar 2016 09:15 Opel Adam Rocks á söndum Suðurlands. Tveir Þjóðverjar, annarsvegar blaðamaður frá bílatímaritinu Auto Motor & Sport og hinsvegar starfsmaður Opel eru nú að aka hringinn í kringum Ísland á afar smáum bíl frá Opel sem heitir Adam Rocks. För þeirra hófst á laugardaginn og ætla þeir 5 daga til ferðarinnar. Þeir eru vel búnir þó bíll þeirra sé smár því meðferðis eru keðjur, tóg og skóflur og undir bílnum eru góð negld Nokian Hakkapellitta vetrardekk. Á fyrst degi gerðu þeir tilraun til að aka að flugvélaflakinu á Sólheimasandi en urðu frá að hverfa og þurftu reyndar aðstoð hjálpsamra Íslendinga sem drógu þá úr heilmiklum snjó á sandinum. Urðu þeir hjálpsömu hissa á því hversu langt þeir reyndar komust á þessum framhjóladrifna smábíl í átt að flakinu. Gott var fyrir leiðangursmenn að vita af góðum negldum dekkjunum í mikilli hálku austan Víkur og endaði dagsferð þeirra við Fosshótel á Núpum í miðju eystra Eldhrauns. Ferð þessi er farin í því augnamiði að skrifa 6 síðna grein í Auto Motor & Sport og því verður vegleg Íslandskynning brátt í blaðinu vinsæla. Auto Motor & Sport er leiðandi tímarit í Þýskalandi í umfjöllun um bíla og rekur sögu sína til ársins 1946. Tímaritið kemur út í 500.000 eintökum hverju sinni.Opel Adam Rocks bíllinn við Skógarfoss.Íslenski hesturinn skoðaður. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent
Tveir Þjóðverjar, annarsvegar blaðamaður frá bílatímaritinu Auto Motor & Sport og hinsvegar starfsmaður Opel eru nú að aka hringinn í kringum Ísland á afar smáum bíl frá Opel sem heitir Adam Rocks. För þeirra hófst á laugardaginn og ætla þeir 5 daga til ferðarinnar. Þeir eru vel búnir þó bíll þeirra sé smár því meðferðis eru keðjur, tóg og skóflur og undir bílnum eru góð negld Nokian Hakkapellitta vetrardekk. Á fyrst degi gerðu þeir tilraun til að aka að flugvélaflakinu á Sólheimasandi en urðu frá að hverfa og þurftu reyndar aðstoð hjálpsamra Íslendinga sem drógu þá úr heilmiklum snjó á sandinum. Urðu þeir hjálpsömu hissa á því hversu langt þeir reyndar komust á þessum framhjóladrifna smábíl í átt að flakinu. Gott var fyrir leiðangursmenn að vita af góðum negldum dekkjunum í mikilli hálku austan Víkur og endaði dagsferð þeirra við Fosshótel á Núpum í miðju eystra Eldhrauns. Ferð þessi er farin í því augnamiði að skrifa 6 síðna grein í Auto Motor & Sport og því verður vegleg Íslandskynning brátt í blaðinu vinsæla. Auto Motor & Sport er leiðandi tímarit í Þýskalandi í umfjöllun um bíla og rekur sögu sína til ársins 1946. Tímaritið kemur út í 500.000 eintökum hverju sinni.Opel Adam Rocks bíllinn við Skógarfoss.Íslenski hesturinn skoðaður.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent