Fyrsti jepplingur Seat Finnur Thorlacius skrifar 8. febrúar 2016 11:38 Seat Ateca er byggður á hugmyndabílnum 20V20. Næsta miðvikudag mun Seat kynna sinn fyrsta jeppling, en hann verður einnig sýndur á bílasýningunni í Genf sem hefst í næsta mánuði. Heyrst hefur að þessi bíll muni fá nafnið Ateca og með því heldur Seat áfram að nefna bíla sín eftir stöðum í heimalandinu, Spáni. Þessi bíll á að keppa við Nissan Qashqai og Mazda CX-5 og er ámóta að stærð. Seat hefur ekki mikið látið uppi um bílinn en hann er smíðaður uppúr hugmyndabílnum 20V20 sem sýndur var í Genf á síðasta ári. Ateca er eins og margur annar bíllinn í stóru bílafjölskyldu Volkswagen byggður á MQB undirvagninum og er þetta sami undirvagn og er í Volkswagen Tiguan jepplingnum. Það kemur vart á óvart að Seat sé að framleiða jeppling, en enginn flokkur bíla vex hraðar í sölu en jepplingar og Seat ætlar ekki að missa af þeim tækifærum í sölu bíla. Sala bílsins hefst á miðju þessu ári og mun hann kosta um 20.000 evrur, eða undir 3 milljónum króna. Seat jók sölu bíla sinna á síðasta ári um 2,4% og seldi alls 400.037 bíla. Á síðust árum hefur ekki tekist að reka Seat fyrirtækið með hagnaði, en þó hafa sést veruleg batamerki á því að undanförnu og tilkoma þessa jepplings mun ef til vill snúa taprekstri uppí hagnað. Þó svo að Ateca verði með Seat merkið á húddinu verður jepplingurinn smíðaður af Skoda í verksmiðju í Kvasiny í Tékklandi. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður
Næsta miðvikudag mun Seat kynna sinn fyrsta jeppling, en hann verður einnig sýndur á bílasýningunni í Genf sem hefst í næsta mánuði. Heyrst hefur að þessi bíll muni fá nafnið Ateca og með því heldur Seat áfram að nefna bíla sín eftir stöðum í heimalandinu, Spáni. Þessi bíll á að keppa við Nissan Qashqai og Mazda CX-5 og er ámóta að stærð. Seat hefur ekki mikið látið uppi um bílinn en hann er smíðaður uppúr hugmyndabílnum 20V20 sem sýndur var í Genf á síðasta ári. Ateca er eins og margur annar bíllinn í stóru bílafjölskyldu Volkswagen byggður á MQB undirvagninum og er þetta sami undirvagn og er í Volkswagen Tiguan jepplingnum. Það kemur vart á óvart að Seat sé að framleiða jeppling, en enginn flokkur bíla vex hraðar í sölu en jepplingar og Seat ætlar ekki að missa af þeim tækifærum í sölu bíla. Sala bílsins hefst á miðju þessu ári og mun hann kosta um 20.000 evrur, eða undir 3 milljónum króna. Seat jók sölu bíla sinna á síðasta ári um 2,4% og seldi alls 400.037 bíla. Á síðust árum hefur ekki tekist að reka Seat fyrirtækið með hagnaði, en þó hafa sést veruleg batamerki á því að undanförnu og tilkoma þessa jepplings mun ef til vill snúa taprekstri uppí hagnað. Þó svo að Ateca verði með Seat merkið á húddinu verður jepplingurinn smíðaður af Skoda í verksmiðju í Kvasiny í Tékklandi.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður