Söngkonan Adele var söluhæsti tónlistarmaður síðasta árs samkvæmt International Federation of the Phonographic Industry.
Yfir fimmtán milljón eintök seldust af plötu hennar 25 á síðasta ári, frá útgáfunni í nóvember, þar af seldust 2,65 milljón eintaka í Bretlandi.
Velgengni söngkonunnar fór varla framhjá mörgum. Fyrsta lagi plötunnar, Hello, var halað niður milljón sinnum í Bandaríkjunum á einni viku. Yfir 1,11 milljón eintök seldust af Hello samkvæmt Billboard.
Hello var fyrsta smáskífa Adele til að komast beint á toppinn á vinsældalista í Bandaríkjunum.
