Hlutabréf í Icelandair Group hafa hækkað um 9,42 prósent í 791 milljón króna viðskiptum frá opnun markaða í morgun.
Icelandair Group tilkynnti afkomu sína í gær eftir lokun markaða. Hagnaður félagsins jókst um 67 prósent milli ára. Í tilkynningu kom fram að spár fyrir árið 2016 væru góðar.
Hlutabréf í Icelandair Group hækka um níu prósent

Tengdar fréttir

Hagnaðurinn jókst um 67 prósent
Hagnaður Icelandair Group jókst um tæpa sex milljarða milli ára.