Króatar nældu í bronsið og tryggðu sér um leið sæti á HM í Frakklandi á næsta ári með 31-24 sigri á Noregi í leiknum upp á bronsverðlaunin á EM í Póllandi en Króatarnir reyndust einfaldlega númeri of stórir fyrir Norðmenn.
Norðmenn voru nokkuð óvænt að spila til verðlauna á mótinu en liðið tapaði í framlengingu gegn Þýskalandi á föstudaginn. Sama kvöld tapaði Króatía fyrir Spánverjum í seinni undanúrslitaleiknum.
Fyrri hálfleikurinn var kaflaskiptur framan af og skiptust liðin á forskotinu fyrstu fjórtán mínútur leiksins en þá settu Króatar einfaldlega í lás.
Næstu fimm mörk komu öll frá Króatíu en Norðmenn náðu að minnka muninn niður í eitt mark fyrir lok fyrri hálfleiks 11-15.
Norðmenn byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og fóru að saxa á forskot Króata. Náðu Norðmenn að jafna í stöðunni 17-17 þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik en það var ekki sjón að sjá Króatana á þessum tíu mínútna kafla sem Norðmenn unnu 6-2.
Næstu mínúturnar skiptust liðin á mörkum en aftur virtist norska liðið einfaldlega bara missa allan kraft og keyrðu Króatarnir yfir Norðmenn síðustu fimmtán mínútur leiksins.
Náðu þeir að breyta stöðunni úr 20-19 í 28-21 á næstu tíu mínútum og reyndist tíminn einfaldlega og naumur til þess að Norðmenn gætu gert annað áhlaup á forskot Króatanna.
Lauk leiknum með sex marka sigri Króatíu en ásamt því að fara heim með bronsverðlaunin tryggðu Króatar sér sæti á HM í Frakklandi 2017 með sigrinum í dag.
Á sama tíma varð ljóst að Norðmenn mæta Slóveníu í undankeppninni fyrir HM í Frakklandi 2017.
Króatar tóku bronsið í Póllandi
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið


Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn

Asensio skaut Villa áfram
Enski boltinn



Albert kom við sögu í naumum sigri
Fótbolti

„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“
Körfubolti

Embiid frá út leiktíðina
Körfubolti

„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“
Körfubolti
