Tæknin gæti útrýmt fimm milljónum starfa fyrir 2020 Sæunn Gísladóttir skrifar 20. janúar 2016 08:30 Vélmenni eru líkleg til að leysa sum almenn störf af hólmi á næstunni, svo sem matargerð. Fréttablaðið/Getty Allt að fimm milljónir starfa gætu horfið í fimmtán stærstu hagkerfum heims fyrir árið 2020 samkvæmt nýrri skýrslu World Economic Forum sem birt var á mánudaginn. Talið er að tækni, svo sem gervigreind, vélmenni og líftækni gætu leyst störfin af hólmi. Stjórnunarstörf og almenn skrifstofustörf eru talin í mestri hættu vegna „fjórðu iðnaðarbyltingarinnar“ sem er eitt af aðalumræðuefnunum á World Economic Forum sem fer fram í Davos í Sviss í vikunni. Hagkerfin fimmtán sem um ræðir ráða 65 prósent af vinnuafli heimsins. Talið er að allt að 7,1 milljón starfa geti tapast í þeim vegna sjálfvirkni. Spáð er að 2,1 milljón nýrra starfa muni skapast í tækni-, margmiðlunar- og þjónustugeirunum í staðinn. Því munu samtals fimm milljón störf tapast. Klaus Schaw, stofnandi og stjórnarformaður World Economic Forum, segir að löndin verði að fjárfesta í breytingum á vinnustöðum sínum til að mæta þessari þróun. Annars sé hætta á færri sérhæfðum starfsmönnum, auknu atvinnuleysi og ójöfnuði. Mikilvægt er að fjárfesta í menntun og þjálfun. Talið er að 65 prósent barna sem hefja grunnskólanám í dag muni vinna störf sem eru ekki enn þá til. Því er framtíðarþjálfun mjög mikilvæg, segir í skýrslunni. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Allt að fimm milljónir starfa gætu horfið í fimmtán stærstu hagkerfum heims fyrir árið 2020 samkvæmt nýrri skýrslu World Economic Forum sem birt var á mánudaginn. Talið er að tækni, svo sem gervigreind, vélmenni og líftækni gætu leyst störfin af hólmi. Stjórnunarstörf og almenn skrifstofustörf eru talin í mestri hættu vegna „fjórðu iðnaðarbyltingarinnar“ sem er eitt af aðalumræðuefnunum á World Economic Forum sem fer fram í Davos í Sviss í vikunni. Hagkerfin fimmtán sem um ræðir ráða 65 prósent af vinnuafli heimsins. Talið er að allt að 7,1 milljón starfa geti tapast í þeim vegna sjálfvirkni. Spáð er að 2,1 milljón nýrra starfa muni skapast í tækni-, margmiðlunar- og þjónustugeirunum í staðinn. Því munu samtals fimm milljón störf tapast. Klaus Schaw, stofnandi og stjórnarformaður World Economic Forum, segir að löndin verði að fjárfesta í breytingum á vinnustöðum sínum til að mæta þessari þróun. Annars sé hætta á færri sérhæfðum starfsmönnum, auknu atvinnuleysi og ójöfnuði. Mikilvægt er að fjárfesta í menntun og þjálfun. Talið er að 65 prósent barna sem hefja grunnskólanám í dag muni vinna störf sem eru ekki enn þá til. Því er framtíðarþjálfun mjög mikilvæg, segir í skýrslunni.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira