Drægni BMW i3 eykst um 50% Finnur Thorlacius skrifar 20. janúar 2016 09:10 BMW i3 rafmagnsbíllinn. Rafhlöður í rafmagns- og tvinnbílum fara sífellt batnandi og drægni þeirra eykst fyrir vikið hröðum skrefum og yfirleitt án þess að þyngja þurfi bílana með umfangsmeiri raflöðum. Það á svo sannarlega við litla rafmagnsbílinn i3 frá BMW sem mun fá 50% aukið drægi með nýrri og betri rafhlöðum í sumar og getur með þeim komist 193 kílómetra á fullri hleðslu en komst áður 130 km. Það þýðir að BMW i3 hefur meira drægi en núverandi kynslóð Nissan Leaf, sem reyndar er einnig að fá nýjar og langdrægari rafhlöður. BMW fór í sölu árið 2014 og selst fyrir 34.950 evrur í heimalandinu Þýskalandi, eða um 5 milljónir króna. Fáir BMW i3 bílar hafa verið fluttir hingað til lands en þó einhverjir. BMW seldi 24.057 í heiminum öllum og jók sölu hans um 50% frá árinu áður. Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent
Rafhlöður í rafmagns- og tvinnbílum fara sífellt batnandi og drægni þeirra eykst fyrir vikið hröðum skrefum og yfirleitt án þess að þyngja þurfi bílana með umfangsmeiri raflöðum. Það á svo sannarlega við litla rafmagnsbílinn i3 frá BMW sem mun fá 50% aukið drægi með nýrri og betri rafhlöðum í sumar og getur með þeim komist 193 kílómetra á fullri hleðslu en komst áður 130 km. Það þýðir að BMW i3 hefur meira drægi en núverandi kynslóð Nissan Leaf, sem reyndar er einnig að fá nýjar og langdrægari rafhlöður. BMW fór í sölu árið 2014 og selst fyrir 34.950 evrur í heimalandinu Þýskalandi, eða um 5 milljónir króna. Fáir BMW i3 bílar hafa verið fluttir hingað til lands en þó einhverjir. BMW seldi 24.057 í heiminum öllum og jók sölu hans um 50% frá árinu áður.
Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent