Belgísk sjónvarpsstöð vænir Opel um dísilvélasvindl Finnur Thorlacius skrifar 20. janúar 2016 14:37 Opel Zafira Tourer. Belgíska sjónvarpsstöðin VRT vænir Opel um að hafa útbúið Opel Zafira bíla sína með svindlhugbúnaði sem villir fyrir um raunverulega mengun bílanna. Í mælingum í venjulegum akstri kom í ljós að Zafira bílarnir menguðu 9 sinnum meira en gefið er upp hjá Opel. Í kjölfar mælinganna segir sjónvarpsstöðin að Opel hafi innkallað ríflega 300 bíla og breytt hugbúnaði þeirra og eftir hana hafi mengunin reynst 2,5 til 2,8 sinnum meiri en uppgefnar tölur segja til um, en samt talsvert fyrir ofan mengunarreglur Evrópusambandsins. VRT segist hafa sett leynilegar myndavélar og upptökubúnað undir einn þessara bíla og á þeim megi greina samtöl bifvélavirkja sem ræða um að þeir hafi trú á því að breytingin hafi verið gerð eingöngu til að minnka mengun þeirra sem ljóst var af framleiðandanum að væri alltof mikil. Samkvæmt Opel var hún gerð til að leiðrétta villur í hugbúnaði og varð til að ónauðsynlegt viðvörunarljós kom upp í mælaborði. Opel neitar alfarið svindli og segir reyndar að viðgerðin hafi ekkert með minnkandi mengun að gera. Hver hefur rétt fyrir sér verður forvitnilegt að sjá og hvort að belgíska sjónvarpsstöðin sé eingöngu að vekja athygli á sér eða hafi eitthvað fyrir sér í þessum þrætum, það verður bara að koma í ljós. Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent
Belgíska sjónvarpsstöðin VRT vænir Opel um að hafa útbúið Opel Zafira bíla sína með svindlhugbúnaði sem villir fyrir um raunverulega mengun bílanna. Í mælingum í venjulegum akstri kom í ljós að Zafira bílarnir menguðu 9 sinnum meira en gefið er upp hjá Opel. Í kjölfar mælinganna segir sjónvarpsstöðin að Opel hafi innkallað ríflega 300 bíla og breytt hugbúnaði þeirra og eftir hana hafi mengunin reynst 2,5 til 2,8 sinnum meiri en uppgefnar tölur segja til um, en samt talsvert fyrir ofan mengunarreglur Evrópusambandsins. VRT segist hafa sett leynilegar myndavélar og upptökubúnað undir einn þessara bíla og á þeim megi greina samtöl bifvélavirkja sem ræða um að þeir hafi trú á því að breytingin hafi verið gerð eingöngu til að minnka mengun þeirra sem ljóst var af framleiðandanum að væri alltof mikil. Samkvæmt Opel var hún gerð til að leiðrétta villur í hugbúnaði og varð til að ónauðsynlegt viðvörunarljós kom upp í mælaborði. Opel neitar alfarið svindli og segir reyndar að viðgerðin hafi ekkert með minnkandi mengun að gera. Hver hefur rétt fyrir sér verður forvitnilegt að sjá og hvort að belgíska sjónvarpsstöðin sé eingöngu að vekja athygli á sér eða hafi eitthvað fyrir sér í þessum þrætum, það verður bara að koma í ljós.
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent