Ísland í 13. sæti og í efri styrkleikaflokki þökk sé Degi og Rússum Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. janúar 2016 17:51 Dagur Sigurðsson fagnar með sínum mönnum í dag. vísir/epa Þýskaland og Rússland gerðu íslenska landsliðinu mikinn greiða í dag þegar þau unnu lokaleiki sína í riðlakeppni EM 2016 í handbolta. Þýskaland vann Slóveníu, 25-21, og Rússar unnu Svartfellinga, 28-21, en þessi úrslit þýða að Ísland verður í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður til umspils um sæti á HM 2017 í Frakklandi. Ísland þurfti að hafna í 13. sæti mótsins til að komast í efri styrkleikaflokkinn og var ljóst fyrir daginn í dag að Serbía myndi ekki komast upp yfir Ísland. Slóvenía gat með jafntefli eða sigri komist upp fyrir íslenska liðið og auðvitað í millirðilinn, en Svartfjallaland þurfti sigur gegn Rússlandi þar sem það var stigalaust. Eins og áður í mótinu byrjaði þýska liðið ekki vel og var þremur mörkum undir, 5-2, eftir tíu mínútur. Lærisveinar Dag Sigurðssonar hafa þó sýnt að þeir gefast ekki upp. Þeir skoruðu fjögur mörk í röð, komust í 6-2, og voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-10. Munurinn varð aldrei minni en tvö mörk í seinni hálfleik, en þýska liðið spilaði flottan varnarleik og náði alltaf að halda sterku liði Slóvena frá sér. Þýskaland fer upp í milliriðil tvö með tvö stig eftir sigur á Svíþjóð og tap gegn Spánverjum, en Svíar og Spánverjar mætast í lokaleik riðilsins í kvöld. Rússar áttu ekki í teljandi vandræðum með að leggja Svartfellinga að velli, en staðan eftir þrettán mínútna leik var 8-3 fyrir rússneska liðinu. Rússar voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 14-9, og þrátt fyrir að Svartfjallaland skipti um markvörð í hálfleik og fékk aðeins tvö mörk á sig fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiks gekk liðinu ekkert að minnka muninn að viti. Smám saman dró af Svartfjallalandi og gekk Rússland á lagið. Rússar náðu mest ellefu marka forskoti, 26-15, en gáfu eftir undir lokin og unnu sjö marka sigur, 28-21. Rússar fara með tvö stig í milliriðil tvö eftir sigur á Ungverjum en tap fyrir Dönum. Ungverjaland og Danmörk mætast í kvöld.Drátturinn fyrir umspil UM 2017:Efri styrkleikaflokkur: Níu lið sem bestum árangri ná á EM í Póllandi fyrir utan heimsmeistara Frakklands og þrjú efstu liðin (fyrir utan Frakkland) sem komast beint á HM 2017.Neðri styrkleikaflokkur: Serbía, Rússland, Slóvenía, Austurríki, Bosnía, Tékkland, Lettland, Holland og Portúgal. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Handvarpið: Hvað gerðist í Póllandi og hver er framtíðin? Evrópumótið hjá strákunum okkar í Póllandi gert upp í Handvarpinu, hlaðvarpi Vísis um stórmótin í handbolta. 20. janúar 2016 14:00 Mest sláandi tölfræðin hjá Íslandi á EM er ekki markvarslan Markvarsla íslenska liðsins hefur oft verið betri en á EM í Póllandi. En hún ein og sér varð ekki íslenska liðinu að falli. 20. janúar 2016 12:00 Framtíðarhorfur strákanna í höndum Dags og Rússa Þó svo að Ísland hafi lokið þátttöku á EM skiptir kvöldið heilmiklu fyrir framtíð íslenska landsliðsins. 20. janúar 2016 09:45 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira
Þýskaland og Rússland gerðu íslenska landsliðinu mikinn greiða í dag þegar þau unnu lokaleiki sína í riðlakeppni EM 2016 í handbolta. Þýskaland vann Slóveníu, 25-21, og Rússar unnu Svartfellinga, 28-21, en þessi úrslit þýða að Ísland verður í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður til umspils um sæti á HM 2017 í Frakklandi. Ísland þurfti að hafna í 13. sæti mótsins til að komast í efri styrkleikaflokkinn og var ljóst fyrir daginn í dag að Serbía myndi ekki komast upp yfir Ísland. Slóvenía gat með jafntefli eða sigri komist upp fyrir íslenska liðið og auðvitað í millirðilinn, en Svartfjallaland þurfti sigur gegn Rússlandi þar sem það var stigalaust. Eins og áður í mótinu byrjaði þýska liðið ekki vel og var þremur mörkum undir, 5-2, eftir tíu mínútur. Lærisveinar Dag Sigurðssonar hafa þó sýnt að þeir gefast ekki upp. Þeir skoruðu fjögur mörk í röð, komust í 6-2, og voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-10. Munurinn varð aldrei minni en tvö mörk í seinni hálfleik, en þýska liðið spilaði flottan varnarleik og náði alltaf að halda sterku liði Slóvena frá sér. Þýskaland fer upp í milliriðil tvö með tvö stig eftir sigur á Svíþjóð og tap gegn Spánverjum, en Svíar og Spánverjar mætast í lokaleik riðilsins í kvöld. Rússar áttu ekki í teljandi vandræðum með að leggja Svartfellinga að velli, en staðan eftir þrettán mínútna leik var 8-3 fyrir rússneska liðinu. Rússar voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 14-9, og þrátt fyrir að Svartfjallaland skipti um markvörð í hálfleik og fékk aðeins tvö mörk á sig fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiks gekk liðinu ekkert að minnka muninn að viti. Smám saman dró af Svartfjallalandi og gekk Rússland á lagið. Rússar náðu mest ellefu marka forskoti, 26-15, en gáfu eftir undir lokin og unnu sjö marka sigur, 28-21. Rússar fara með tvö stig í milliriðil tvö eftir sigur á Ungverjum en tap fyrir Dönum. Ungverjaland og Danmörk mætast í kvöld.Drátturinn fyrir umspil UM 2017:Efri styrkleikaflokkur: Níu lið sem bestum árangri ná á EM í Póllandi fyrir utan heimsmeistara Frakklands og þrjú efstu liðin (fyrir utan Frakkland) sem komast beint á HM 2017.Neðri styrkleikaflokkur: Serbía, Rússland, Slóvenía, Austurríki, Bosnía, Tékkland, Lettland, Holland og Portúgal.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Handvarpið: Hvað gerðist í Póllandi og hver er framtíðin? Evrópumótið hjá strákunum okkar í Póllandi gert upp í Handvarpinu, hlaðvarpi Vísis um stórmótin í handbolta. 20. janúar 2016 14:00 Mest sláandi tölfræðin hjá Íslandi á EM er ekki markvarslan Markvarsla íslenska liðsins hefur oft verið betri en á EM í Póllandi. En hún ein og sér varð ekki íslenska liðinu að falli. 20. janúar 2016 12:00 Framtíðarhorfur strákanna í höndum Dags og Rússa Þó svo að Ísland hafi lokið þátttöku á EM skiptir kvöldið heilmiklu fyrir framtíð íslenska landsliðsins. 20. janúar 2016 09:45 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira
Handvarpið: Hvað gerðist í Póllandi og hver er framtíðin? Evrópumótið hjá strákunum okkar í Póllandi gert upp í Handvarpinu, hlaðvarpi Vísis um stórmótin í handbolta. 20. janúar 2016 14:00
Mest sláandi tölfræðin hjá Íslandi á EM er ekki markvarslan Markvarsla íslenska liðsins hefur oft verið betri en á EM í Póllandi. En hún ein og sér varð ekki íslenska liðinu að falli. 20. janúar 2016 12:00
Framtíðarhorfur strákanna í höndum Dags og Rússa Þó svo að Ísland hafi lokið þátttöku á EM skiptir kvöldið heilmiklu fyrir framtíð íslenska landsliðsins. 20. janúar 2016 09:45