Guðmundur Þórður Guðmundsson og lærisveinar hans í danska landsliðinu í handbolta unnu sannfærandi átta marka sigur á Ungverjalandi, 30-22, í lokaleik D-riðils á EM í kvöld.
Guðmundur náði þar fram hefndum gegn erkióvini sínum Talant Dusjebaev, þjálfara Ungverjalands, en þeir eru engir vinir eftir að þetta ótrúlega atvik kom upp fyrir tveimur árum.
Danska liðið var margfalt betri aðilinn og komst í 6-1 snemma leiks. Staðan í hálfleik var 18-10 fyrir Dani sem spiluðu frábæran varnarleik með Niclas Landin í stuði í markinu.
Leikurinn var aldrei spennandi í seinni hálfleik þar sem danska liðið valtaði yfir það ungverska. Mikkel Hansen fór á kostum og skoraði níu mörk og lagði upp önnur níu.
Sigurinn tryggði Dönum efsta sætið í D-riðli og fara lærisveinar Guðmundar með fjögur stig í milliriðil tvö þar sem þeir mæta Spáni, Svíþjóð og Þýskalandi.
Guðmundur pakkaði erkióvini sínum saman
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool
Enski boltinn


Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR
Íslenski boltinn

Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Enski boltinn

„Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“
Íslenski boltinn

„Ég get ekki beðið“
Handbolti


