Jaguar Land Rover fram úr Nissan sem stærsti bílaframleiðandi Bretlands Finnur Thorlacius skrifar 22. janúar 2016 09:27 Land Rover Discovery Sport. Afar vel gengur hjá Jaguar Land Rover þessa dagana og árið í fyrra markaði þau tímamót fyrir fyrirtækið að það varð stærsti bílaframleiðandi á Bretlandi. Þá tók fyrirtækið framúr japanska bílaframleiðandanum Nissan, en JLR framleiddi 489.923 bíla, en Nissan 476.589 bíla. Þriðji stærsti framleiðandinn var BMW ásamt dótturfyrirtækinu Mini, í fjórða sætinu var Toyota, svo Honda og þá Vauxhall. Framleiðsla bíla í Bretlandi jókst um 3,9% í fyrra og var 1.587.677 bílar, en náði samt ekki metframleiðsluárinu 2005 er framleiddir voru 1.595.697 bílar. Sala bíla Jaguar Land Rover í heiminum öllum jókst um 24% í fyrra og eru fá dæmi um annan eins vöxt bílaframleiðanda. JLR mun opna nýjar verksmiðjur í Brasilíu og Slóvakíu og hefst framleiðsla í verksmiðjan í Brasilíu í ár en árið 2018 í Slóvakíu. JLR hóf framleiðslu í nýrri verksmiðju í Kína árið 2014. JLR býst við að framleiða 850.000 bíla á ári við lok þessa áratugar. Útflutningur bíla JLR jókst um 11% til annarra Evrópulanda í fyrra og var salan þar 58% af heildarframleiðslu fyrirtækisins og er því lykilmarkaður þess. JLR vill endilega að Bretland verði áfram í Evrópusambandinu í ljósi þess að þar er stærsti markaður fyrirtækisins og brotthvarf úr sambandinu gæti haft neikvæð áhrif á sölu þess í álfunni. Sala bíla sem framleiddir eru í Bretlandi og seldir í Bandaríkjunumjókst um 27% í fyrra og er útflutningsmarkaðurinn þar sá stærsti utan Evrópu og stærri en í Kína. Útflutningur bíla til Rússland frá Bretlandi minnkaði um 69% í fyrra og segja forsvarsmenn Nissan að þangað sé orðið ógjörningur að flytja inn bíla. Hrun rúblunnar rússnesku hefur gert það að verkum að það er ekki arðvænlegt fyrir bílaframleiðendur að flytja þangað inn bíla. Hrun í sölu bíla í Rússlandi og Kína gerði það að verkum að spá um framleiðslu 1,66 milljón bíla í Bretlandi í fyrra stóðst ekki, en varð 1,59 milljón bílar. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent
Afar vel gengur hjá Jaguar Land Rover þessa dagana og árið í fyrra markaði þau tímamót fyrir fyrirtækið að það varð stærsti bílaframleiðandi á Bretlandi. Þá tók fyrirtækið framúr japanska bílaframleiðandanum Nissan, en JLR framleiddi 489.923 bíla, en Nissan 476.589 bíla. Þriðji stærsti framleiðandinn var BMW ásamt dótturfyrirtækinu Mini, í fjórða sætinu var Toyota, svo Honda og þá Vauxhall. Framleiðsla bíla í Bretlandi jókst um 3,9% í fyrra og var 1.587.677 bílar, en náði samt ekki metframleiðsluárinu 2005 er framleiddir voru 1.595.697 bílar. Sala bíla Jaguar Land Rover í heiminum öllum jókst um 24% í fyrra og eru fá dæmi um annan eins vöxt bílaframleiðanda. JLR mun opna nýjar verksmiðjur í Brasilíu og Slóvakíu og hefst framleiðsla í verksmiðjan í Brasilíu í ár en árið 2018 í Slóvakíu. JLR hóf framleiðslu í nýrri verksmiðju í Kína árið 2014. JLR býst við að framleiða 850.000 bíla á ári við lok þessa áratugar. Útflutningur bíla JLR jókst um 11% til annarra Evrópulanda í fyrra og var salan þar 58% af heildarframleiðslu fyrirtækisins og er því lykilmarkaður þess. JLR vill endilega að Bretland verði áfram í Evrópusambandinu í ljósi þess að þar er stærsti markaður fyrirtækisins og brotthvarf úr sambandinu gæti haft neikvæð áhrif á sölu þess í álfunni. Sala bíla sem framleiddir eru í Bretlandi og seldir í Bandaríkjunumjókst um 27% í fyrra og er útflutningsmarkaðurinn þar sá stærsti utan Evrópu og stærri en í Kína. Útflutningur bíla til Rússland frá Bretlandi minnkaði um 69% í fyrra og segja forsvarsmenn Nissan að þangað sé orðið ógjörningur að flytja inn bíla. Hrun rúblunnar rússnesku hefur gert það að verkum að það er ekki arðvænlegt fyrir bílaframleiðendur að flytja þangað inn bíla. Hrun í sölu bíla í Rússlandi og Kína gerði það að verkum að spá um framleiðslu 1,66 milljón bíla í Bretlandi í fyrra stóðst ekki, en varð 1,59 milljón bílar.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent