Norðmenn fyrstir til að leggja Pólverja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. janúar 2016 21:12 Espen Lie Hansen skorar eitt átta marka sinna gegn Póllandi. vísir/afp Norðmenn gerðu sér lítið fyrir og lögðu Pólverja að velli, 28-30, í milliriðli 1 á EM í Póllandi í kvöld. Noregur byrjaði mótið á því að tapa fyrir Íslandi en síðan þá hefur liðið unnið þrjá leiki í röð og á góða möguleika á að komast í undanúrslit. Norðmenn eru með sex stig í 2. sæti milliriðils 1 en þeir mæta Makedóníu í næsta leik sínum á mánudaginn. Pólverjar eru hins vegar í 4. sæti riðilsins með fjögur stig en þeir eiga leik gegn Hvít-Rússum á mánudaginn. Pólland hafði unnið alla þrjá leiki sína á EM fram að leiknum í kvöld. Pólverjar byrjuðu leikinn betur og Michal Jurecki kom þeim í 6-3 eftir 10 mínútna leik. Norðmenn voru þó fljótir að ná áttum, jöfnuðu og komust yfir og þeir leiddu með einu marki í hálfleik, 15-16. Norðmenn byrjuðu seinni hálfleikinn betur og Magnus Jondal kom þeim í fyrsta sinn þremur mörkum yfir, 16-19, eftir þriggja mínútna leik. Noregur hafði 2-3 marka forskot næstu mínúturnar en stórskyttan Karol Bielecki minnkaði muninn í eitt mark, 23-24, þegar 10 mínútur voru eftir. Lokamínúturnar voru spennandi en Norðmenn héldu haus og unnu að lokum tveggja marka sigur, 28-30. Espen Lie Hansen fór mikinn í liði Noregs og skoraði átta mörk. Kent Robin Tonnensen átti einnig skínandi leik og skoraði sex mörk, en þrjú þeirra komu á síðustu 10 mínútum leiksins. Pólsku markverðirnir réðu ekkert við skyttur Norðmanna en þeir vörðu aðeins fimm skot í leiknum (14%). Bielecki og Jurecki báru af í liði Pólverja en þeir skoruðu samtals 19 af 28 mörkum liðsins í leiknum (Bielecki 10 og Jurecki 9). EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Omeyer frábær þegar Frakkar jörðuðu Króata Frakkar eru komnir með sex stig í milliriðli 1 á EM í Póllandi eftir stórsigur á Króatíu í dag. Lokatölur 32-24, Frakklandi í vil. 23. janúar 2016 18:46 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Sjá meira
Norðmenn gerðu sér lítið fyrir og lögðu Pólverja að velli, 28-30, í milliriðli 1 á EM í Póllandi í kvöld. Noregur byrjaði mótið á því að tapa fyrir Íslandi en síðan þá hefur liðið unnið þrjá leiki í röð og á góða möguleika á að komast í undanúrslit. Norðmenn eru með sex stig í 2. sæti milliriðils 1 en þeir mæta Makedóníu í næsta leik sínum á mánudaginn. Pólverjar eru hins vegar í 4. sæti riðilsins með fjögur stig en þeir eiga leik gegn Hvít-Rússum á mánudaginn. Pólland hafði unnið alla þrjá leiki sína á EM fram að leiknum í kvöld. Pólverjar byrjuðu leikinn betur og Michal Jurecki kom þeim í 6-3 eftir 10 mínútna leik. Norðmenn voru þó fljótir að ná áttum, jöfnuðu og komust yfir og þeir leiddu með einu marki í hálfleik, 15-16. Norðmenn byrjuðu seinni hálfleikinn betur og Magnus Jondal kom þeim í fyrsta sinn þremur mörkum yfir, 16-19, eftir þriggja mínútna leik. Noregur hafði 2-3 marka forskot næstu mínúturnar en stórskyttan Karol Bielecki minnkaði muninn í eitt mark, 23-24, þegar 10 mínútur voru eftir. Lokamínúturnar voru spennandi en Norðmenn héldu haus og unnu að lokum tveggja marka sigur, 28-30. Espen Lie Hansen fór mikinn í liði Noregs og skoraði átta mörk. Kent Robin Tonnensen átti einnig skínandi leik og skoraði sex mörk, en þrjú þeirra komu á síðustu 10 mínútum leiksins. Pólsku markverðirnir réðu ekkert við skyttur Norðmanna en þeir vörðu aðeins fimm skot í leiknum (14%). Bielecki og Jurecki báru af í liði Pólverja en þeir skoruðu samtals 19 af 28 mörkum liðsins í leiknum (Bielecki 10 og Jurecki 9).
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Omeyer frábær þegar Frakkar jörðuðu Króata Frakkar eru komnir með sex stig í milliriðli 1 á EM í Póllandi eftir stórsigur á Króatíu í dag. Lokatölur 32-24, Frakklandi í vil. 23. janúar 2016 18:46 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Sjá meira
Omeyer frábær þegar Frakkar jörðuðu Króata Frakkar eru komnir með sex stig í milliriðli 1 á EM í Póllandi eftir stórsigur á Króatíu í dag. Lokatölur 32-24, Frakklandi í vil. 23. janúar 2016 18:46