Google talið hafa komist undan 1,6 milljarða punda skattgreiðslum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 23. janúar 2016 23:16 Sérfræðingur furðar sig á skattasamkomulagi Google og breska ríkisins. Vísir/EPA Samkomulag sem Google gerði við breska ríkið um greiðslu skatta aftur í tímann hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að í ljós kom að upphæðin er jafnvirði þess að 2,77 prósenta skattur hefði verið lagður á fyrirtækið á ári síðasta áratuginn. Fyrirtæki greiða almennt 20 prósenta skatt af hagnaði í Bretlandi. Google og breska ríkið sömdu um að leitarrisinn greiddi 130 milljónir punda í skatta aftur í tímann. Með greiðslunni hefur Google þá reitt fram samtals um 200 milljónir punda í skattgreiðslur í ríkissjóð síðan árið 2005. Á sama tímabili hefur áætlaður hagnaður félagsins verið 7,2 milljarðar.Fjármálaráðherra Breta er ánægður og segir samkomulagið sigur fyrir ríkisstjórnina.Vísir/EPAGuardian hefur eftir Prem Sikka, prófessor við Essex-háskóla og sérfræðingi í skattaundanskotum, að áætla megi að félagið hafi komist undan 1,6 milljarða punda skattgreiðslum á tímabilinu. Um tíu prósent af tekjum Google í heiminum eru tilkomnar í Bretlandi og furðar hann sig á því hvernig 130 milljóna punda talan var reiknuð út. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, telur samkomulagið hins vegar jákvætt. Hann sagði við fréttamenn á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos að samkomulagið væri meiriháttar sigur fyrir skattastefnu ríkisstjórnarinnar. „Við höfum fengið Google til að borga skatta og ég tel að það sé risastórt skref áfram og taki á fullkomlega réttlátri reiði almennings gagnvart því að stórfyrirtæki borgi ekki skatta,“ sagði hann. Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Samkomulag sem Google gerði við breska ríkið um greiðslu skatta aftur í tímann hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að í ljós kom að upphæðin er jafnvirði þess að 2,77 prósenta skattur hefði verið lagður á fyrirtækið á ári síðasta áratuginn. Fyrirtæki greiða almennt 20 prósenta skatt af hagnaði í Bretlandi. Google og breska ríkið sömdu um að leitarrisinn greiddi 130 milljónir punda í skatta aftur í tímann. Með greiðslunni hefur Google þá reitt fram samtals um 200 milljónir punda í skattgreiðslur í ríkissjóð síðan árið 2005. Á sama tímabili hefur áætlaður hagnaður félagsins verið 7,2 milljarðar.Fjármálaráðherra Breta er ánægður og segir samkomulagið sigur fyrir ríkisstjórnina.Vísir/EPAGuardian hefur eftir Prem Sikka, prófessor við Essex-háskóla og sérfræðingi í skattaundanskotum, að áætla megi að félagið hafi komist undan 1,6 milljarða punda skattgreiðslum á tímabilinu. Um tíu prósent af tekjum Google í heiminum eru tilkomnar í Bretlandi og furðar hann sig á því hvernig 130 milljóna punda talan var reiknuð út. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, telur samkomulagið hins vegar jákvætt. Hann sagði við fréttamenn á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos að samkomulagið væri meiriháttar sigur fyrir skattastefnu ríkisstjórnarinnar. „Við höfum fengið Google til að borga skatta og ég tel að það sé risastórt skref áfram og taki á fullkomlega réttlátri reiði almennings gagnvart því að stórfyrirtæki borgi ekki skatta,“ sagði hann.
Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira