Latvala ók á áhorfanda og hélt áfram Finnur Thorlacius skrifar 25. janúar 2016 13:13 Latvala á snævi þöktum götum í Monte Carlo rallinu um helgina. Rallökumaðurinn Jari-Matti Latvala ók á ljósmyndara á leið sinni í Monte Carlo rallinu um helgina en hélt samt áfram för sinni án þess að gæta að hvort allt væri í lagi með hann. Þessu voru mótshaldara ekki ýkja hrifnir af og hafa sektað hann um 5.000 pund, eða 940.000 kr. Latvala er ekki sáttur við sektina og segir að hann hafi aldrei séð ljósmyndarann vegna þess gríðarmikla snævar sem þeyttist yfir bílinn, en áreksturinn átti sér stað í beygju þar sem bíllinn fór örlítið útaf veginum. Latvala hefur þó sönnunargögn á móti sér því bæði eru til upptökur innan úr bílnum þar sem ljósmyndarinn er á húddi bílsins og einnig eru til upptökur af samtali hans við keppnislið sitt þar sem hann biður þá að tékka á því hvort ljósmyndarinn er ekki í lagi þar sem hann hafi líklega ekið á áhorfanda. Í því ljósi er ekki skrítið að keppnishaldara hafi sektað Latvala og gæti sektin sýnst lág í því ljósi. Ljósmyndarinn meiddist ekki mikið. Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent
Rallökumaðurinn Jari-Matti Latvala ók á ljósmyndara á leið sinni í Monte Carlo rallinu um helgina en hélt samt áfram för sinni án þess að gæta að hvort allt væri í lagi með hann. Þessu voru mótshaldara ekki ýkja hrifnir af og hafa sektað hann um 5.000 pund, eða 940.000 kr. Latvala er ekki sáttur við sektina og segir að hann hafi aldrei séð ljósmyndarann vegna þess gríðarmikla snævar sem þeyttist yfir bílinn, en áreksturinn átti sér stað í beygju þar sem bíllinn fór örlítið útaf veginum. Latvala hefur þó sönnunargögn á móti sér því bæði eru til upptökur innan úr bílnum þar sem ljósmyndarinn er á húddi bílsins og einnig eru til upptökur af samtali hans við keppnislið sitt þar sem hann biður þá að tékka á því hvort ljósmyndarinn er ekki í lagi þar sem hann hafi líklega ekið á áhorfanda. Í því ljósi er ekki skrítið að keppnishaldara hafi sektað Latvala og gæti sektin sýnst lág í því ljósi. Ljósmyndarinn meiddist ekki mikið.
Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent