Norðmenn töpuðu óvænt stigi gegn Makedóníu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. janúar 2016 18:59 Harald Reinkind í baráttunni við Makedóníumanninn Zarko Pesevski í dag. Vísir/AFP Noregur mátti sætta sig við jafntefli gegn Makedóníu, 31-31, á EM í Póllandi í dag. Stigið dugði Noregi engu að síður til að koma sér í efsta sæti milliriðils 1 fyrir lokaumferðina sem fer fram á fimmtudag. Makedónía kom stigalaust inn í milliriðilinn og tapaði fyrir Króatíu á fimmtudaginn. Norðmenn komu hins vegar með fjögur stig inn í milliriðilinn og afrekaði á laugardaginn að verða fyrsta liðið til að leggja gestgjafa Póllands að velli á laugardaginn. Það kom því mjög á óvart að Makedónía byrjaði betur í dag og leiddi í hálfleik, 17-13. Varnarleikurinn og markvarslan var slök hjá Norðmönnum sem lentu mest fimm mörkum undir í síðari hálfleik. Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka náðu Norðmenn að koma sér almennilega inn í leikinn. Kent Robin Tönnesen jafnaði svo metin fyrir Noreg þegar átta mínútur voru eftir, 28-28. Leikurinn var æsispennandi eftir það og Norðmenn komust yfir með marki Magnúsar Jörndal þegar fjórar mínútur voru eftir, 31-30. Varamarkvörðurinn Espen Christensen fór einnig á kostum og varði næstu tvö skot Makedóníu í leiknum. En Norðmenn voru sjálfir sér verstir í sókninni og klúðruðu síðustu þremur sóknum sínum í leiknum. Filip Mirkulovski jafnaði metin fyrir Makedóníu, 31-31, þegar ein og hálf mínúta var eftir og Makedóníumenn fengu boltann aftur eftir að ruðningur var dæmdur á Christian O'Sullivan þegar 47 sekúndur voru eftir af leiknum. Norska vörnin stóð hins vegar vaktina vel og Makedónía náði ekki að tryggja sér sigurinn með síðasta skoti sínu í leiknum. Kristian Björnsen skoraði sex mörk fyrir Noreg og Kiril Lazarov var að venju atkvæðamikill fyrir Makedóníu og skoraði ellefu mörk. Borko Ristovski varði ellefu skot í marki Makedóníu en markverðir Noregs vörðu aðeins sex skot allan leikinn. En innkoma Christensen undir lokin var sem fyrr segir afar dýrmæt. Noregur er nú með sjö stig í riðlinum en Frakkar eru í öðru sæti með sex. Pólverjar geta komist í sex stig með sigri á Hvíta-Rússlandi síðar í kvöld. Króatía er svo í fjórða sæti riðilsins með fjögur stig. Lokaumferðin verður æsispennandi. Pólverjum dugar að vinna Króatíu á fimmtudag til að komast áfram í undanúrslit þar sem að Noregur og Frakkland mætast innbyrðis. Þar mun Norðmönnum duga jafntefli til að fara í undanúrslitin. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Noregur mátti sætta sig við jafntefli gegn Makedóníu, 31-31, á EM í Póllandi í dag. Stigið dugði Noregi engu að síður til að koma sér í efsta sæti milliriðils 1 fyrir lokaumferðina sem fer fram á fimmtudag. Makedónía kom stigalaust inn í milliriðilinn og tapaði fyrir Króatíu á fimmtudaginn. Norðmenn komu hins vegar með fjögur stig inn í milliriðilinn og afrekaði á laugardaginn að verða fyrsta liðið til að leggja gestgjafa Póllands að velli á laugardaginn. Það kom því mjög á óvart að Makedónía byrjaði betur í dag og leiddi í hálfleik, 17-13. Varnarleikurinn og markvarslan var slök hjá Norðmönnum sem lentu mest fimm mörkum undir í síðari hálfleik. Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka náðu Norðmenn að koma sér almennilega inn í leikinn. Kent Robin Tönnesen jafnaði svo metin fyrir Noreg þegar átta mínútur voru eftir, 28-28. Leikurinn var æsispennandi eftir það og Norðmenn komust yfir með marki Magnúsar Jörndal þegar fjórar mínútur voru eftir, 31-30. Varamarkvörðurinn Espen Christensen fór einnig á kostum og varði næstu tvö skot Makedóníu í leiknum. En Norðmenn voru sjálfir sér verstir í sókninni og klúðruðu síðustu þremur sóknum sínum í leiknum. Filip Mirkulovski jafnaði metin fyrir Makedóníu, 31-31, þegar ein og hálf mínúta var eftir og Makedóníumenn fengu boltann aftur eftir að ruðningur var dæmdur á Christian O'Sullivan þegar 47 sekúndur voru eftir af leiknum. Norska vörnin stóð hins vegar vaktina vel og Makedónía náði ekki að tryggja sér sigurinn með síðasta skoti sínu í leiknum. Kristian Björnsen skoraði sex mörk fyrir Noreg og Kiril Lazarov var að venju atkvæðamikill fyrir Makedóníu og skoraði ellefu mörk. Borko Ristovski varði ellefu skot í marki Makedóníu en markverðir Noregs vörðu aðeins sex skot allan leikinn. En innkoma Christensen undir lokin var sem fyrr segir afar dýrmæt. Noregur er nú með sjö stig í riðlinum en Frakkar eru í öðru sæti með sex. Pólverjar geta komist í sex stig með sigri á Hvíta-Rússlandi síðar í kvöld. Króatía er svo í fjórða sæti riðilsins með fjögur stig. Lokaumferðin verður æsispennandi. Pólverjum dugar að vinna Króatíu á fimmtudag til að komast áfram í undanúrslit þar sem að Noregur og Frakkland mætast innbyrðis. Þar mun Norðmönnum duga jafntefli til að fara í undanúrslitin.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira