Kia GT kynntur í París Finnur Thorlacius skrifar 26. janúar 2016 09:47 Kia GT concept bíllinn sem kynntur var í Frankfürt árið 2011. Eftir margra ára bið mun Kia loks kynna nýjan GT sportbíl sinn á bílasýningunni í París í október. Framleiðsla á bílsnum á svo að hefjast árið 2017. Kia áformar einnig að smíða kraftaútgáfu af Kia Rio smábílnum til að auka úrval kraftabíla sinna og á hann að verða í boði frá og með árinu 2018. Kia sýndi fyrst hugmyndabílinn GT concept árið 2011 í Frankfürt og var hann með 3,3 lítra bensínvél með forþjöppu og skilaði 389 hestöflum og var með 8 gíra sjálfskiptingu. Nýi GT bílinn á að fá útlitið að merst leiti frá hinum sportlega GT Stinger concept. Nýr Kia Rio GT á að fá 1,6 lítra og 180 hestafla vél og er honum stefnt gegn Ford Focus ST sem er með 197 hestafla vél. Kia hefur þó áhyggjur af næstu gerð Focus ST sem á að verða vopnaður 250 hestafla vél og er að hugleiða að bjóða öflugri vél í bílinn. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent
Eftir margra ára bið mun Kia loks kynna nýjan GT sportbíl sinn á bílasýningunni í París í október. Framleiðsla á bílsnum á svo að hefjast árið 2017. Kia áformar einnig að smíða kraftaútgáfu af Kia Rio smábílnum til að auka úrval kraftabíla sinna og á hann að verða í boði frá og með árinu 2018. Kia sýndi fyrst hugmyndabílinn GT concept árið 2011 í Frankfürt og var hann með 3,3 lítra bensínvél með forþjöppu og skilaði 389 hestöflum og var með 8 gíra sjálfskiptingu. Nýi GT bílinn á að fá útlitið að merst leiti frá hinum sportlega GT Stinger concept. Nýr Kia Rio GT á að fá 1,6 lítra og 180 hestafla vél og er honum stefnt gegn Ford Focus ST sem er með 197 hestafla vél. Kia hefur þó áhyggjur af næstu gerð Focus ST sem á að verða vopnaður 250 hestafla vél og er að hugleiða að bjóða öflugri vél í bílinn.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent