BMW X3 M verður 500 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 26. janúar 2016 11:07 BMW X3 í prófunum. BMW vinnur nú að smíði næstu kynslóðar X3 jepplingsins og á hann að líta dagsljósið fyrir enda næsta árs. Sést hefur til bílsins í prufunum og svo virðist sem hann stækki nokkuð. BMW ætlar með þessari nýju kynslóð að bjóða fyrsta sinni M kraftaútgáfu af jepplingnum og fær hann víst 3,0 lítra og 6 strokka vél sem skilar 500 hestöflum til allra hjólanna. Það kemur svo sem ekki mikið á óvart að BMW bjóði svona kraftaútfærslu bílsins þar sem Audi vinnur nú að RS útgáfu Audi Q5 jepplingsins með 450 hestafla vél. Auk þess hefur heyrst að Mercedes Benz ætli að bjóða nýja GLC jepplinginn í AMG útgáfu með 8 strokka og 4,0 lítra vél sem skilar álíka afli og BMW X3 M. Nýr BMW X3 mun léttast um 100 kíló milli kynslóða þrátt fyrir að bíllinn stækki en með því vill BMW auka stærðarmuninn frá enn minni jepplingi sínum, X1. Með nýrri kynslóð stendur einnig til að bjóða lengri gerð X3 sem boðinn verður eingöngu í Kína. Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent
BMW vinnur nú að smíði næstu kynslóðar X3 jepplingsins og á hann að líta dagsljósið fyrir enda næsta árs. Sést hefur til bílsins í prufunum og svo virðist sem hann stækki nokkuð. BMW ætlar með þessari nýju kynslóð að bjóða fyrsta sinni M kraftaútgáfu af jepplingnum og fær hann víst 3,0 lítra og 6 strokka vél sem skilar 500 hestöflum til allra hjólanna. Það kemur svo sem ekki mikið á óvart að BMW bjóði svona kraftaútfærslu bílsins þar sem Audi vinnur nú að RS útgáfu Audi Q5 jepplingsins með 450 hestafla vél. Auk þess hefur heyrst að Mercedes Benz ætli að bjóða nýja GLC jepplinginn í AMG útgáfu með 8 strokka og 4,0 lítra vél sem skilar álíka afli og BMW X3 M. Nýr BMW X3 mun léttast um 100 kíló milli kynslóða þrátt fyrir að bíllinn stækki en með því vill BMW auka stærðarmuninn frá enn minni jepplingi sínum, X1. Með nýrri kynslóð stendur einnig til að bjóða lengri gerð X3 sem boðinn verður eingöngu í Kína.
Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent