Á vefsvæði Íslandsstofnunnar er að finna stutta kynningu á félaginu og markmiðum þess. Þar segir meðal annars: „Við stefnum að því að búa til samkeppnishæfa menntastofnun, sem sker sig úr og höfðar til múslímsku minnihlutahópanna á Íslandi.“
Salmann Tamimi bendir á að börn múslima hafi ekkert að sækja í sér íslamska menntun. Á lista yfir 500 bestu háskóla heims séu engir íslamskir háskólar og þær menntastofnanir sem fyrir eru hér á landi séu alveg nógu góðar. Auk þess geri sérstakir trúarskólar lítið annað en að ala á sundrungu og frekari jaðarsetningu minnihlutahópa að sögn Salmanns.
Þá bætir Salmann því við að umræddur hópur múslima, með Kareem í fararbroddi, hafi upphaflega verið vísað frá Félagi múslima fyrir öfgakennd viðhorf og nú sé einnig búið að vísa þeim frá Menningarsetri múslima í Skógarhlíð.

Aðspurður sagði Kareem hugmyndir um sér íslamska skóla ekki vera í pípunum á næstu misserum þó stofnun hans ætli sér að kynna slíkar hugmyndir einhverntíman síðar.
Þegar blaðamaður spyr hvort hann sé í einhverjum deilum við Menningarsetrið eða hvort hann hafi verið rekinn þaðan viðurkennir Kareem að hann hafi lent upp á kant við Ímaminn þar sem hafi upp á sitt einsdæmi ákveði að breyta reglum félagsins og svo nafni þess án þess að ráðfæra sig við almenna meðlimi sem margir hafi hætt í kjölfarið. Kareem gat ekki gefið upp nákvæma tölu en sagði það hafa verið fjölmennan hóp.


„Nokkrir múslimar fóru til morgunbæna í dag og urðu vitni að því að bíll stöðvaði við dyr hússins og vinnumaður bjóst til að losa skiltið. Aðspurður sagðist hann hafa verið sendur af lögfræðingi Stofnunar múslima á Íslandi, Gísla, til að fjarlægja skiltið.“
Ahmed bætir því við að Menningarsetur múslima á Íslandi fordæmi þessa aðför og hefur gert ráðstafanir með lögfræðingi til þess að stöðva síendurteknar tilraunir Íslandsstofnunar múslima til þess að skapa vandræði, átök og óeiningu meðal múslima á Íslandi.
Hægt er að hlusta á viðtal við Salmann Tamimi í útvarpsþættinum Harmageddon hér að ofan.