Fimm Plug-In-Hybrid Maserati til 2020 Finnur Thorlacius skrifar 27. janúar 2016 15:44 Maserati Ghibli. a.fotl.xyz Ítalski bílasmiðurinn Maserati ætlar að taka þátt í rafvæðingu flestra bílaframleiðenda og vopna 5 af bílum sínum með rafmótorum auk brunavéla fram til ársins 2020. Það verða bílarnir Quattroporte, Ghibli, GranTurismo, GranCabrio og nýi jeppinn Levante. Fyrsti bíllinn til að fá rafmótora verður jeppinn Levante og á hann að koma í þeirri mynd árið 2018. Hann verður reyndar einnig í boði sem hreinræktaður rafmagnsbíll í Kína með aðstoð ónefnds kínverks bílaframleiðanda þar. Eini bíllinn sem ekki mun fá rafmótora verður Alfieri sports coupe sem á átti að koma á markað á þessu ári en hefur verið frestað til ársins 2018. Hann mun svo koma í roadster útgáfu árið eftir. Þessi rafmótoravæðing Maserati er ekki eingöngu hugsuð til að auka sölu fyrirtækisins sem ætlar sem fyrst að ná 75.000 bíla sölu á ári. Hún er hugsuð til að minnka eyðslu bíla Maserati til að hlýta mengunarreglum yfirvalda og til að bæta gæði og getu bíla Maserati. Forstjóri fyrirtækisins segir að ef það að setja rafmótor í bíla Maserati gerir þá ekki betri þá muni fyrirtækið ekki gera það. Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent
Ítalski bílasmiðurinn Maserati ætlar að taka þátt í rafvæðingu flestra bílaframleiðenda og vopna 5 af bílum sínum með rafmótorum auk brunavéla fram til ársins 2020. Það verða bílarnir Quattroporte, Ghibli, GranTurismo, GranCabrio og nýi jeppinn Levante. Fyrsti bíllinn til að fá rafmótora verður jeppinn Levante og á hann að koma í þeirri mynd árið 2018. Hann verður reyndar einnig í boði sem hreinræktaður rafmagnsbíll í Kína með aðstoð ónefnds kínverks bílaframleiðanda þar. Eini bíllinn sem ekki mun fá rafmótora verður Alfieri sports coupe sem á átti að koma á markað á þessu ári en hefur verið frestað til ársins 2018. Hann mun svo koma í roadster útgáfu árið eftir. Þessi rafmótoravæðing Maserati er ekki eingöngu hugsuð til að auka sölu fyrirtækisins sem ætlar sem fyrst að ná 75.000 bíla sölu á ári. Hún er hugsuð til að minnka eyðslu bíla Maserati til að hlýta mengunarreglum yfirvalda og til að bæta gæði og getu bíla Maserati. Forstjóri fyrirtækisins segir að ef það að setja rafmótor í bíla Maserati gerir þá ekki betri þá muni fyrirtækið ekki gera það.
Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent