Toyota selur áfram mest Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. janúar 2016 07:00 Toyota RAV4 Hybrid á bílasýningunni í Frankfurt í Þýskalandi. vísir/EPA Toyota er áfram stærsti bílaframleiðandi í heimi fjórða árið í röð, að því er BBC greinir frá. Fyrirtækið seldi 10,15 milljónir bíla árið 2015. Það var rétt umfram væntingar, en minna en árið áður þegar fyrirtækið seldi 10,23 milljónir bíla. Í öðru sæti er Volkswagen með 9,93 milljónir seldra ökutækja og General Motors er í þriðja sæti með 9,8 milljónir seldra bíla. BBC segir að bílaviðskipti hafi dregist saman á mörgum stöðum, líkt og í Bandaríkjunum og Japan, en einnig í mörgum nýmarkaðsríkjum. Volkswagen hafði verið á toppnum á fyrri helmingi síðasta árs, áður en dísilhneykslið kom upp. Toyota hefur tilkynnt að fyrirtækið hyggist kaupa Daihatsu-verksmiðjurnar, en fyrirtækið á 51,2 prósenta hlut í þeim. Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent
Toyota er áfram stærsti bílaframleiðandi í heimi fjórða árið í röð, að því er BBC greinir frá. Fyrirtækið seldi 10,15 milljónir bíla árið 2015. Það var rétt umfram væntingar, en minna en árið áður þegar fyrirtækið seldi 10,23 milljónir bíla. Í öðru sæti er Volkswagen með 9,93 milljónir seldra ökutækja og General Motors er í þriðja sæti með 9,8 milljónir seldra bíla. BBC segir að bílaviðskipti hafi dregist saman á mörgum stöðum, líkt og í Bandaríkjunum og Japan, en einnig í mörgum nýmarkaðsríkjum. Volkswagen hafði verið á toppnum á fyrri helmingi síðasta árs, áður en dísilhneykslið kom upp. Toyota hefur tilkynnt að fyrirtækið hyggist kaupa Daihatsu-verksmiðjurnar, en fyrirtækið á 51,2 prósenta hlut í þeim.
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent