Lærisveinar Dags Sigurðssonar mæta næst Norðmönnum á föstudaginn um hvort liðið mætir annað hvort Spáni eða Króatíu í úrslitaleik mótsins.
Uwe Gensheimer, sem öllu jöfnu er fyrirliði þýska landsliðsins, er ekki með sínum mönnum í Póllandi vegna meiðsla en fylgist vitanlega vel með sínum mönnum.
Hann birti meðfylgjandi myndband á Facebook-síðu sinni og þar má sjá innilegan fögnuð hans þegar sigurinn á Dönum var í höfn í kvöld.