Köngulóin vinnur sérhæfð verk Sólveig Gísladóttir skrifar 28. janúar 2016 15:00 Á þessari mynd sést hvernig allir strengirnir renna yfir jarðýtuna í jöfnu átaki og ofan í rennuna aftan á köngulónni en fjarskiptarörið er þarna framan á ýtunni og fer sömu leið og strengirnir. Ingileifur Jónsson ehf. flutti árið 2007 inn áhugaverðan plóg sem í daglegu tali er kallaður köngulóin. Vélin er sú eina sinnar tegundar á landinu og í Skandinavíu. Plógurinn getur plægt og lagt marga strengi í einu af mikilli nákvæmni. „Plógurinn er af gerðinni Föckersperger FSP 18 spiderplow. Hann var keyptur árið 2007 í verkefni fyrir Landsnet þar sem ljósleiðari var lagður milli Akureyrar og Fljótsdalsvirkjunar, alls um 231 km vegalengd. Hann var notaður á erfiðustu svæðunum þar sem þörf var á miklu dráttarátaki og þar sem þurfti að leggja ljósleiðarann í vegkanta og meðfram eldri lögnum með mikilli nákvæmni,“ segir Ingileifur Jónsson.Þarna er unnið við verkið „Selfosslínu 3“ síðastliðið sumar. Þarna má sjá hvar spilbíllinn dregur köngulóna en hún dregur alla strengina og fjarskiptarörið ásamt viðvörunarborðum niður í jörð. Aftan við hana er jarðýta sem dregur þrjá keflavagna sem hver um sig ber kefli með einleiðarastreng en hvert kefli vegur um 8-8,5 tonn.Plógurinn sem kallaður er köngulóin hefur fjögur hjól sem öll eru á sjálfstæðum örmum og er því hægt að stilla honum upp í hinum ólíklegustu aðstæðum, til dæmis í hliðarhalla og miklum ójöfnum, án þess þó að það hafi áhrif á legu strengsins. „Dráttartækið er í grunninn Man 4x4 trukkur sem hefur verið breytt mikið og er hann útbúinn spili sem hefur dráttargetu til að draga plóginn með allt að 140 tonna átaki og stórum spaða að aftan til viðspyrnu við drátt. Helstu eiginleikar þessa búnaðar eru hin mikla dráttargeta sem samsvarar yfir 200 tonna jarðýtu og stöðugleiki plógsins sem fæst með þessum sjálfstæða hjólabúnaði,“ útskýrir Ingileifur.Köngulóin fer yfir Brúará og plægir í móbergsbotn. Verkefnið var unnið fyrir RARIK en engir aðrir plógar eða vinnuvélar gátu unnið verkið.Plógurinn er nokkuð sérhæfður og hefur því ekki sinnt mörgum verkefnum en hefur komið að afar góðum notum þar sem við á. Síðastliðið sumar var hann til dæmis notaður við verkið „Selfosslínu 3“. Þar var lagður 66 kW háspennustrengur en hann samanstendur af þrem einleiðurum sem hver um sig er 54 mm í þvermál og einu 20 mm fjarskiptaröri. „Upp kom vandamál þegar menn urðu varir við mikið jarðvatn á söndunum þar sem strengleiðin er og þurfti að leysa það mál á annan hátt en verkgögn sögðu til um, en reiknað var með að grafa fyrir öllum köplum í verkinu. Lausnin fólst í því að fá köngulóna til verksins þar sem hún gæti lagt alla strengi og fjarskiptarörið í einni samfellu og af mikilli nákvæmni og öryggi,“ segir Ingileifur og bendir á að slíkt hafi einnig verið gert í Landeyjum 2013 þegar upp kom svipað vandamál þegar strengir voru lagðir frá spennivirki að landtöku á sæstreng milli Landeyjasands og Vestmannaeyja. Ingileifur segir helsta kost plógsins vera þann að jarðrask eftir hann sé lítið. Því henti hann til dæmis mjög vel þegar fara þurfi yfir viðkvæmt land. „Það er alltaf gott að nota umhverfisvænar vinnuaðferðir þegar verið er að leggja hvort heldur sem er ljósleiðara eða háspennustrengi í jörðu,“ segir hann. Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent
Ingileifur Jónsson ehf. flutti árið 2007 inn áhugaverðan plóg sem í daglegu tali er kallaður köngulóin. Vélin er sú eina sinnar tegundar á landinu og í Skandinavíu. Plógurinn getur plægt og lagt marga strengi í einu af mikilli nákvæmni. „Plógurinn er af gerðinni Föckersperger FSP 18 spiderplow. Hann var keyptur árið 2007 í verkefni fyrir Landsnet þar sem ljósleiðari var lagður milli Akureyrar og Fljótsdalsvirkjunar, alls um 231 km vegalengd. Hann var notaður á erfiðustu svæðunum þar sem þörf var á miklu dráttarátaki og þar sem þurfti að leggja ljósleiðarann í vegkanta og meðfram eldri lögnum með mikilli nákvæmni,“ segir Ingileifur Jónsson.Þarna er unnið við verkið „Selfosslínu 3“ síðastliðið sumar. Þarna má sjá hvar spilbíllinn dregur köngulóna en hún dregur alla strengina og fjarskiptarörið ásamt viðvörunarborðum niður í jörð. Aftan við hana er jarðýta sem dregur þrjá keflavagna sem hver um sig ber kefli með einleiðarastreng en hvert kefli vegur um 8-8,5 tonn.Plógurinn sem kallaður er köngulóin hefur fjögur hjól sem öll eru á sjálfstæðum örmum og er því hægt að stilla honum upp í hinum ólíklegustu aðstæðum, til dæmis í hliðarhalla og miklum ójöfnum, án þess þó að það hafi áhrif á legu strengsins. „Dráttartækið er í grunninn Man 4x4 trukkur sem hefur verið breytt mikið og er hann útbúinn spili sem hefur dráttargetu til að draga plóginn með allt að 140 tonna átaki og stórum spaða að aftan til viðspyrnu við drátt. Helstu eiginleikar þessa búnaðar eru hin mikla dráttargeta sem samsvarar yfir 200 tonna jarðýtu og stöðugleiki plógsins sem fæst með þessum sjálfstæða hjólabúnaði,“ útskýrir Ingileifur.Köngulóin fer yfir Brúará og plægir í móbergsbotn. Verkefnið var unnið fyrir RARIK en engir aðrir plógar eða vinnuvélar gátu unnið verkið.Plógurinn er nokkuð sérhæfður og hefur því ekki sinnt mörgum verkefnum en hefur komið að afar góðum notum þar sem við á. Síðastliðið sumar var hann til dæmis notaður við verkið „Selfosslínu 3“. Þar var lagður 66 kW háspennustrengur en hann samanstendur af þrem einleiðurum sem hver um sig er 54 mm í þvermál og einu 20 mm fjarskiptaröri. „Upp kom vandamál þegar menn urðu varir við mikið jarðvatn á söndunum þar sem strengleiðin er og þurfti að leysa það mál á annan hátt en verkgögn sögðu til um, en reiknað var með að grafa fyrir öllum köplum í verkinu. Lausnin fólst í því að fá köngulóna til verksins þar sem hún gæti lagt alla strengi og fjarskiptarörið í einni samfellu og af mikilli nákvæmni og öryggi,“ segir Ingileifur og bendir á að slíkt hafi einnig verið gert í Landeyjum 2013 þegar upp kom svipað vandamál þegar strengir voru lagðir frá spennivirki að landtöku á sæstreng milli Landeyjasands og Vestmannaeyja. Ingileifur segir helsta kost plógsins vera þann að jarðrask eftir hann sé lítið. Því henti hann til dæmis mjög vel þegar fara þurfi yfir viðkvæmt land. „Það er alltaf gott að nota umhverfisvænar vinnuaðferðir þegar verið er að leggja hvort heldur sem er ljósleiðara eða háspennustrengi í jörðu,“ segir hann.
Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent