Umfjöllun: Noregur - Þýskaland 33-34 | Dagur með Þýskaland í úrslitin á EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2016 19:15 Dagur þarf að vinna Noreg í dag. vísir/getty Þýskaland tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum á EM í Póllandi eftir sigur á Noregi í framlengdum undanúrslitaleik í Póllandi í kvöld. Norðmenn voru skrefi framar síðasta stundarfjórðung venjulegs leiktíma en Rune Dahmke náði að jafna metin þegar lítið var eftir. Þýska vörnin stóð svo síðustu sókn Norðmanna af sér. Þjóðverjar náðu svo að vera rétt svo skrefi framar í framlengingunni og fengu síðustu sóknina. Þar var Kai Häfner, sem var kallaður í þýska liðið vegna meiðsla um mitt mót, skoraði sigurmarkið þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum.Frábærir aukaleikarar Þeir Häfner og Julius Kühn, sem voru báðir kallaðir inn seint í mótinu vegna meiðsla þeirra Steffen Weinhold og Christian Dissinger, voru afar drjúgir í bæði síðari hálfleiknum og framlengingunni og kom í ljós að það var dýrmætt að eiga óþreytta leikmenn þegar svo langt var liðið á mótið. Kühn skoraði mikilvæg mörk í síðari hálfleik þegar norska liðið hafði undirtökin og var að gera sig líklegt að komast nokkrum mörkum yfir. Þó svo að Kühn hafi líka gert sín mistök þá náðu Þjóðverjar að hanga í Norðmönnum, sem komust tveimur mörkum yfir þegar átta mínútur voru eftir, og var það að stórum hluta þeim Kühn og Häfner að þakka.Erevik stórbrotinn í norska markinu Þýska liðið hafði byrjað þennan leik mjög vel og komst snemma fjórum mörkum yfir, 9-5. En þá hrökk Ole Erevik í gang og sá til þess að Norðmenn jöfnuðu metin með góðum tíu mínútuna kafla. Andreas Wolff átti líka góðan dag í þýska markinu en Erevik sýndi á löngum köflum frábæra frammistöðu sem Norðmenn hefðu átt að nýta sér betur. Það var jafnt á öllum tölum í æsispennandi framlengingunni en í tvisvar voru Norðmenn fyrri til að skora. Það snerist svo við og Þýskaland náði frumkvæðinu um miðjan fyrri hálfleik framlengingarinnar og hélt því svo allt til loka. Þjóðverjar fengu því síðustu sókn leiksins og þrátt fyrir að Häfner hafi fengið erfitt skotfæri gerði hann nóg til að koma boltanum framhjá Erevik.Hornamenn atkvæðamiklir í báðum liðum Tobias Reichmann, vítaskytta og vinstri hornamaður þýska liðsins, átti magnaðan leik en hann klikkaði ekki á skoti allan leikinn - og skoraði tíu mörk, þar af sjö úr víti. Rune Dahmke skoraði líka mikilvæg mörk úr vinstra horninu. Hornamennirnir Kristian Björnsen og Magnus Jörndal voru líka frábærir í norska liðinu og tveir markahæstu menn liðsins. Bjarte Myrhol var sérstaklega öflugur framan af og aðrir áttu sína kafla. Skotnýtingin hjá skyttunum Christian O'Sullivan og Kent Robin Tönnesen hefur þó oft verið betri (3/9 hjá báðum).Risastórt hrós á Dag Dagur Sigurðsson á risastórt hrós skilið að koma þessu þýska landsliði, sem er í að spila með þriðja kost í sumum leikstöðum, alla leið í úrslitaleikinn á afar sterku Evrópumóti. Leikurinn í kvöld, eins og aðrir, reyndi mikið á taugarnar og hefur Dagur sýnt að einn stærsti kostur hans er að honum tekst að halda sínum mönnum rólegum og yfirveguðum, sem getur oft gert gæfumuninn í svona jöfnum leikjum sem þessum. Dagur fær nú tækifæri til að vinna fyrsta stóra titil Þýskalands í handbolta síðan 2007 og um leið koma liðinu beint á Ólympíuleikana í Ríó - sem hefur verið yfirlýst markmið þýska sambandsins síðustu ár. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti „Ég missti hárið“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Sjá meira
Þýskaland tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum á EM í Póllandi eftir sigur á Noregi í framlengdum undanúrslitaleik í Póllandi í kvöld. Norðmenn voru skrefi framar síðasta stundarfjórðung venjulegs leiktíma en Rune Dahmke náði að jafna metin þegar lítið var eftir. Þýska vörnin stóð svo síðustu sókn Norðmanna af sér. Þjóðverjar náðu svo að vera rétt svo skrefi framar í framlengingunni og fengu síðustu sóknina. Þar var Kai Häfner, sem var kallaður í þýska liðið vegna meiðsla um mitt mót, skoraði sigurmarkið þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum.Frábærir aukaleikarar Þeir Häfner og Julius Kühn, sem voru báðir kallaðir inn seint í mótinu vegna meiðsla þeirra Steffen Weinhold og Christian Dissinger, voru afar drjúgir í bæði síðari hálfleiknum og framlengingunni og kom í ljós að það var dýrmætt að eiga óþreytta leikmenn þegar svo langt var liðið á mótið. Kühn skoraði mikilvæg mörk í síðari hálfleik þegar norska liðið hafði undirtökin og var að gera sig líklegt að komast nokkrum mörkum yfir. Þó svo að Kühn hafi líka gert sín mistök þá náðu Þjóðverjar að hanga í Norðmönnum, sem komust tveimur mörkum yfir þegar átta mínútur voru eftir, og var það að stórum hluta þeim Kühn og Häfner að þakka.Erevik stórbrotinn í norska markinu Þýska liðið hafði byrjað þennan leik mjög vel og komst snemma fjórum mörkum yfir, 9-5. En þá hrökk Ole Erevik í gang og sá til þess að Norðmenn jöfnuðu metin með góðum tíu mínútuna kafla. Andreas Wolff átti líka góðan dag í þýska markinu en Erevik sýndi á löngum köflum frábæra frammistöðu sem Norðmenn hefðu átt að nýta sér betur. Það var jafnt á öllum tölum í æsispennandi framlengingunni en í tvisvar voru Norðmenn fyrri til að skora. Það snerist svo við og Þýskaland náði frumkvæðinu um miðjan fyrri hálfleik framlengingarinnar og hélt því svo allt til loka. Þjóðverjar fengu því síðustu sókn leiksins og þrátt fyrir að Häfner hafi fengið erfitt skotfæri gerði hann nóg til að koma boltanum framhjá Erevik.Hornamenn atkvæðamiklir í báðum liðum Tobias Reichmann, vítaskytta og vinstri hornamaður þýska liðsins, átti magnaðan leik en hann klikkaði ekki á skoti allan leikinn - og skoraði tíu mörk, þar af sjö úr víti. Rune Dahmke skoraði líka mikilvæg mörk úr vinstra horninu. Hornamennirnir Kristian Björnsen og Magnus Jörndal voru líka frábærir í norska liðinu og tveir markahæstu menn liðsins. Bjarte Myrhol var sérstaklega öflugur framan af og aðrir áttu sína kafla. Skotnýtingin hjá skyttunum Christian O'Sullivan og Kent Robin Tönnesen hefur þó oft verið betri (3/9 hjá báðum).Risastórt hrós á Dag Dagur Sigurðsson á risastórt hrós skilið að koma þessu þýska landsliði, sem er í að spila með þriðja kost í sumum leikstöðum, alla leið í úrslitaleikinn á afar sterku Evrópumóti. Leikurinn í kvöld, eins og aðrir, reyndi mikið á taugarnar og hefur Dagur sýnt að einn stærsti kostur hans er að honum tekst að halda sínum mönnum rólegum og yfirveguðum, sem getur oft gert gæfumuninn í svona jöfnum leikjum sem þessum. Dagur fær nú tækifæri til að vinna fyrsta stóra titil Þýskalands í handbolta síðan 2007 og um leið koma liðinu beint á Ólympíuleikana í Ríó - sem hefur verið yfirlýst markmið þýska sambandsins síðustu ár.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti „Ég missti hárið“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Sjá meira