E-Golf með 30% aukið drægi Finnur Thorlacius skrifar 11. janúar 2016 13:47 Volkswagen e-Golf. Sífellt verða rafhlöðurnar í rafmagnsbílum betri og tryggja meira drægi þeirra og með hverri nýrri kynslóð komast þeir lengra á rafmagninu. Volkswagen er nú að kynna langdrægari gerð e-Golf sem komast mun 175 kílómetra á fullri hleðslu, en núverandi gerð hans kemst 135 kílómetra. Volkswagen þurfti ekki að stækka rýmið fyrir rafhlöðurnar í bílnum, þær eru jafn stórar, en bara öflugri. Volkswagen kynnti þessa langdrægari gerð e-Golf á raftækjasýningunni Consumer Electronics Show í Bandaríkjunum fyrir stuttu og eru þessar nýju rafhlöður bílsins nú með 37 amperklukkutíma í stað 28. Með þessar auknu drægni er e-Golf nú með sama drægi og nýjasta gerð Nissan Leaf og keppa þessir tveir bílar hatrammlega um viðskiptavinina og má vart á milli sjá hver þeirra er vinsælli. Örlítið fleiri e-Golf seldust hér á landi í fyrra en Nissan Leaf. Mun fleiri Nissan Leaf bílar eru hinsvegar á götunum hérlendis en e-Golf þar sem Leaf hefur verið lengur í sölu. Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent
Sífellt verða rafhlöðurnar í rafmagnsbílum betri og tryggja meira drægi þeirra og með hverri nýrri kynslóð komast þeir lengra á rafmagninu. Volkswagen er nú að kynna langdrægari gerð e-Golf sem komast mun 175 kílómetra á fullri hleðslu, en núverandi gerð hans kemst 135 kílómetra. Volkswagen þurfti ekki að stækka rýmið fyrir rafhlöðurnar í bílnum, þær eru jafn stórar, en bara öflugri. Volkswagen kynnti þessa langdrægari gerð e-Golf á raftækjasýningunni Consumer Electronics Show í Bandaríkjunum fyrir stuttu og eru þessar nýju rafhlöður bílsins nú með 37 amperklukkutíma í stað 28. Með þessar auknu drægni er e-Golf nú með sama drægi og nýjasta gerð Nissan Leaf og keppa þessir tveir bílar hatrammlega um viðskiptavinina og má vart á milli sjá hver þeirra er vinsælli. Örlítið fleiri e-Golf seldust hér á landi í fyrra en Nissan Leaf. Mun fleiri Nissan Leaf bílar eru hinsvegar á götunum hérlendis en e-Golf þar sem Leaf hefur verið lengur í sölu.
Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent