Toyota toppar Volkswagen í sölu ársins 2015 Finnur Thorlacius skrifar 12. janúar 2016 09:12 Toyota Hilux. Á fyrri helmingi síðasta árs náði Volkswagen að selja fleiri bíla en Toyota á heimsvísu, en það hefur aftur snúist við og alla síðustu 6 mánuði ársins var sala Toyota meiri en Volkswagen. Að nóvember mánuði liðnum hafði Toyota selt 9,21 milljón bíla á árinu en Volkswagen 9,10 milljón bíla. Í nóvember féll til að mynda sala Volkswagen um 2,2% og salan var einnig minni í október en í sama mánuði árið 2014. Toyota hefur til nóvemberloka náð að selja 1,0% fleiri bíla en árið 2014, en Volkswagen 1,7% færri bíla. Því eru allar líkur til þess að söluhæsti bílaframleiðandi heims í fyrra sé Toyota, þó afar litlu muni á fyrirtækjunum tveimur. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent
Á fyrri helmingi síðasta árs náði Volkswagen að selja fleiri bíla en Toyota á heimsvísu, en það hefur aftur snúist við og alla síðustu 6 mánuði ársins var sala Toyota meiri en Volkswagen. Að nóvember mánuði liðnum hafði Toyota selt 9,21 milljón bíla á árinu en Volkswagen 9,10 milljón bíla. Í nóvember féll til að mynda sala Volkswagen um 2,2% og salan var einnig minni í október en í sama mánuði árið 2014. Toyota hefur til nóvemberloka náð að selja 1,0% fleiri bíla en árið 2014, en Volkswagen 1,7% færri bíla. Því eru allar líkur til þess að söluhæsti bílaframleiðandi heims í fyrra sé Toyota, þó afar litlu muni á fyrirtækjunum tveimur.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent