Fær Ford F-150 dísilvél frá Land Rover? Finnur Thorlacius skrifar 12. janúar 2016 14:15 Ford F-150. Sögusagnir herma að Ford sé nú að prófa nýja útgáfu Fod F-150 pallbílsins með dísilvél sem framleidd er af Jaguar/Land Rover. JLR var jú til nokkurs tíma í eigu Ford, sem síðan seldi fyrirtækið til Tata Motors í Indlandi árið 2008. Þessi vél er 3,0 lítra og er einnig að finna í Td6 gerðum Range Rover og Range Rover Sport. Hún er 254 hestöfl og í F-150 bílnum verður hún tengd við sömu 10 gíra sjálfskiptingu og finna má í Ford F150 Raptor kraftaútgáfunni. Með því að kaupa þessa vél frá JLR hyggst Ford minnka eyðslu bílsins en Ford framleiðir enga dísilvél sem kemst nálægt henni í eyðslu. Með því verður þessi gerð F-150 afar samkeppnishæfur við Ram 1500 EcoDiesel, Chevrolet Colorado og GMC Canyon með sínar Duramax vélar og Nissan Titan með Cummins vélinni. Líklega verður hann reyndar eyðslugrennri en þeir allir. Sala Ford F-150 er langmest með bensínvélum, enda Bandaríkjamenn ekki ýkja hrifnir af dísilvélum og því er ekki við því að búast að þessi dísilútgáfa F-150 verði með söluhæstu útgáfum hans. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent
Sögusagnir herma að Ford sé nú að prófa nýja útgáfu Fod F-150 pallbílsins með dísilvél sem framleidd er af Jaguar/Land Rover. JLR var jú til nokkurs tíma í eigu Ford, sem síðan seldi fyrirtækið til Tata Motors í Indlandi árið 2008. Þessi vél er 3,0 lítra og er einnig að finna í Td6 gerðum Range Rover og Range Rover Sport. Hún er 254 hestöfl og í F-150 bílnum verður hún tengd við sömu 10 gíra sjálfskiptingu og finna má í Ford F150 Raptor kraftaútgáfunni. Með því að kaupa þessa vél frá JLR hyggst Ford minnka eyðslu bílsins en Ford framleiðir enga dísilvél sem kemst nálægt henni í eyðslu. Með því verður þessi gerð F-150 afar samkeppnishæfur við Ram 1500 EcoDiesel, Chevrolet Colorado og GMC Canyon með sínar Duramax vélar og Nissan Titan með Cummins vélinni. Líklega verður hann reyndar eyðslugrennri en þeir allir. Sala Ford F-150 er langmest með bensínvélum, enda Bandaríkjamenn ekki ýkja hrifnir af dísilvélum og því er ekki við því að búast að þessi dísilútgáfa F-150 verði með söluhæstu útgáfum hans.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent