Bjarnargreiði við búðarkassann Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. janúar 2016 07:00 Þegar ég drep á bílnum á bílastæðinu fyrir framan Bónus þyrmir yfir mig. Þetta er litrík kvíðablanda. Hvað á ég að hafa í matinn? Nenni ekki að bera sex poka upp á fjórðu hæð. Tóm og innkaupafirrt andlit fjöldans. Börnin mín kvíða aftur á móti eingöngu einu. Það er hvort ég verði þeim til skammar á kassanum enn eina ferðina. Þau eru brött í grænmetinu, verða þögul í mjólkurkælinum en hjá niðursuðuvörunum eru þau orðin stjörf. Ég lifi nefnilega á brúninni og kíki aldrei á netbankann minn. Með þeim afleiðingum að ég gleymi stundum að borga reikninga. Og fer stöku sinnum fram yfir heimild. Svo á ég það til að gleyma pin-númerinu. Og alltaf fæ ég þetta í hausinn í Bónus! Augnablikið er því spennuþrungið þegar ég skelli kortinu í posann og bíð eftir heimildinni. Alltaf gott að hafa smá spennu í lífinu, segi ég hlæjandi og hress við börnin sem stara stíft á posaskjáinn. Varirnar herptar saman og öndunin hröð. En ef eitthvað klikkar vippa ég bara upp símanum og græja. Millifæri eða gref upp nýtt pin-númer. Ekkert stress. (Nema þegar ég finn ekki símann.) Á meðan hleypur roði í kinnar barnanna sem láta augun reika milli unglingsins á kassanum sem finnst þetta jafn vandræðalegt og sístækkandi röðinni á eftir okkur. Eitt barnið hefur hreinlega gufað upp í þessum aðstæðum. En aldrei hefur einhver komið og boðist til að borga fyrir mig. Þið vitið. Eins og er í tísku þessa dagana. Þetta eru fallegar sögur og er ég viss um að ég fengi aftur trú á mannkyninu. En ég er hrædd um að það yrði til þess að börnin færu aldrei aftur með mér í Bónus. Vandræðagangurinn og athyglin myndu vera kornið sem fyllir mælinn. Og það er alls ekki gott að missa burðardýrin. Búandi á fjórðu hæð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun
Þegar ég drep á bílnum á bílastæðinu fyrir framan Bónus þyrmir yfir mig. Þetta er litrík kvíðablanda. Hvað á ég að hafa í matinn? Nenni ekki að bera sex poka upp á fjórðu hæð. Tóm og innkaupafirrt andlit fjöldans. Börnin mín kvíða aftur á móti eingöngu einu. Það er hvort ég verði þeim til skammar á kassanum enn eina ferðina. Þau eru brött í grænmetinu, verða þögul í mjólkurkælinum en hjá niðursuðuvörunum eru þau orðin stjörf. Ég lifi nefnilega á brúninni og kíki aldrei á netbankann minn. Með þeim afleiðingum að ég gleymi stundum að borga reikninga. Og fer stöku sinnum fram yfir heimild. Svo á ég það til að gleyma pin-númerinu. Og alltaf fæ ég þetta í hausinn í Bónus! Augnablikið er því spennuþrungið þegar ég skelli kortinu í posann og bíð eftir heimildinni. Alltaf gott að hafa smá spennu í lífinu, segi ég hlæjandi og hress við börnin sem stara stíft á posaskjáinn. Varirnar herptar saman og öndunin hröð. En ef eitthvað klikkar vippa ég bara upp símanum og græja. Millifæri eða gref upp nýtt pin-númer. Ekkert stress. (Nema þegar ég finn ekki símann.) Á meðan hleypur roði í kinnar barnanna sem láta augun reika milli unglingsins á kassanum sem finnst þetta jafn vandræðalegt og sístækkandi röðinni á eftir okkur. Eitt barnið hefur hreinlega gufað upp í þessum aðstæðum. En aldrei hefur einhver komið og boðist til að borga fyrir mig. Þið vitið. Eins og er í tísku þessa dagana. Þetta eru fallegar sögur og er ég viss um að ég fengi aftur trú á mannkyninu. En ég er hrædd um að það yrði til þess að börnin færu aldrei aftur með mér í Bónus. Vandræðagangurinn og athyglin myndu vera kornið sem fyllir mælinn. Og það er alls ekki gott að missa burðardýrin. Búandi á fjórðu hæð.