Volvo amerískur dreki Finnur Thorlacius skrifar 13. janúar 2016 10:45 Hinn ameríski dreki Volvo sem aðeins er til eitt eintak af og er á safni í Gautaborg. Það myndi líklega fáir trúa því að þessi bíll væri af Volvo gerð. Aðeins var smíðað eitt eintak af honum því hætt var við framleiðslu hans. Bíllinn er nú á safni Volvo í Gautaborg. Meiningin var að markaðssetja þennan bíl í Bandaríkjunum, en eins og sjá má ber hann mikinn svip þarlendra bíl á þessum árum, en þessi bíll var smíðaður árið 1952. Hann fékk nafnið Philip og var með 120 hestafla 8 strokka vél, ekta amerísk hugsun þar og ekki beint sænsk. Það var síðan ekki fyrr en árið 1955 að Volvo hefur sölu bíla sinna í Bandaríkjunum með Volvo Amazon bílnum.Að reyna að selja eskimóum ískápaMörgum varð þá á orði að það væri líkt og að reyna að selja eskimóum ísskápa að reyna að selja Bandaríkjamönnum bíla sem ekki væri framleiddir þar. En hvað síðan hefur gerst, bæði hvað Volvo varðar og ekki síst japanska og þýska bílaframleiðendur, sannar að það var full ástæða til að selja Bandaríkjamönnum bíla, sem margir hverjir voru betur smíðaðir en heimabílarnir og eyddu mun minna eldsneyti. Volvo Amazon bíllinn sem seldur var í Bandaríkjunum var með 70 hestafla vél sem ekki var að finna í þeim bílum sem seldir voru í Evrópu, en þar var hann aflminni. Það átti þó ekki við nokkra bíla sem voru í þjónustu sænsku lögreglunnar, en hún fékk bíla með öflugri vélinni því ekki máttu gangsterarnir stinga lögguna af!Var of mikil eftirlíking KaiserÁ þeim tíma sem Volvo hefur sölu á bílum í Bandaríkjunum höfðu bílkaupendur þar ekki hugmynd um að Volvo hafði þremur árum áður búið til bíl sem átti miklu frekar að höfða til smekks þeirra, en hann fór bara aldrei í framleiðslu. Ein ástæða þess var sú að bíllinn þótti alltof mikil eftirlýking Kaiser af árgerð 1951. Volvo fór þó með þetta eina eintak sem smíðað var að Philip bílnum til Ameríku til að sýna hann, bæði á World Expo sýningunni og einnig sýndi Volvo hann nokkrum af yfirmönnum Ford. Philip bíll Volvo var teiknaður af Jan Wilsgaard, en hann teriknaði alla bíla Volvo á þeim tíma og allt fram að hönnun Volvo 850 árið 1989. Það skondna er að vélin í Philip bílnum átti framhaldslíf hjá Volvo þó svo bíllinn hafi aldrei farið í fjöldaframleiðslu. Vélin var notuð t.d. í L420 Snabbe vörubíla. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent
Það myndi líklega fáir trúa því að þessi bíll væri af Volvo gerð. Aðeins var smíðað eitt eintak af honum því hætt var við framleiðslu hans. Bíllinn er nú á safni Volvo í Gautaborg. Meiningin var að markaðssetja þennan bíl í Bandaríkjunum, en eins og sjá má ber hann mikinn svip þarlendra bíl á þessum árum, en þessi bíll var smíðaður árið 1952. Hann fékk nafnið Philip og var með 120 hestafla 8 strokka vél, ekta amerísk hugsun þar og ekki beint sænsk. Það var síðan ekki fyrr en árið 1955 að Volvo hefur sölu bíla sinna í Bandaríkjunum með Volvo Amazon bílnum.Að reyna að selja eskimóum ískápaMörgum varð þá á orði að það væri líkt og að reyna að selja eskimóum ísskápa að reyna að selja Bandaríkjamönnum bíla sem ekki væri framleiddir þar. En hvað síðan hefur gerst, bæði hvað Volvo varðar og ekki síst japanska og þýska bílaframleiðendur, sannar að það var full ástæða til að selja Bandaríkjamönnum bíla, sem margir hverjir voru betur smíðaðir en heimabílarnir og eyddu mun minna eldsneyti. Volvo Amazon bíllinn sem seldur var í Bandaríkjunum var með 70 hestafla vél sem ekki var að finna í þeim bílum sem seldir voru í Evrópu, en þar var hann aflminni. Það átti þó ekki við nokkra bíla sem voru í þjónustu sænsku lögreglunnar, en hún fékk bíla með öflugri vélinni því ekki máttu gangsterarnir stinga lögguna af!Var of mikil eftirlíking KaiserÁ þeim tíma sem Volvo hefur sölu á bílum í Bandaríkjunum höfðu bílkaupendur þar ekki hugmynd um að Volvo hafði þremur árum áður búið til bíl sem átti miklu frekar að höfða til smekks þeirra, en hann fór bara aldrei í framleiðslu. Ein ástæða þess var sú að bíllinn þótti alltof mikil eftirlýking Kaiser af árgerð 1951. Volvo fór þó með þetta eina eintak sem smíðað var að Philip bílnum til Ameríku til að sýna hann, bæði á World Expo sýningunni og einnig sýndi Volvo hann nokkrum af yfirmönnum Ford. Philip bíll Volvo var teiknaður af Jan Wilsgaard, en hann teriknaði alla bíla Volvo á þeim tíma og allt fram að hönnun Volvo 850 árið 1989. Það skondna er að vélin í Philip bílnum átti framhaldslíf hjá Volvo þó svo bíllinn hafi aldrei farið í fjöldaframleiðslu. Vélin var notuð t.d. í L420 Snabbe vörubíla.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent