Enn sópar Volvo að sér verðlaunum Finnur Thorlacius skrifar 13. janúar 2016 12:45 Volvo XC90. Volvo XC90 hlaut hin virtu Fleet Safety Initiative verðlaun sem valin eru af ACFO (Association of Car Fleet Operators). Verðlaunin heiðra þá bestu í geiranum og voru það öryggisnýjungar Volvo XC90 sem þóttu skara fram úr. Með Volvo XC90 voru frumsýndar tvær öryggisnýjungar, vörn við útafakstur og sjálfvirk bremsa ef beygt er í veg fyrir ökutæki úr gagnstæðri átt. Í sömu viku var Volvo XC90 einnig valinn Luxury SUV ársins 2015 af Professional Driver QSI. Þar eru verðlaunaðir þeir bílar sem þykja skara fram úr meðal einkabílstjóra. Það voru frábærir eiginleikar fjögurra sýlindra dísil vélarinnar, sá kostur að hann rúmi 7 farþega á þægilegan hátt og framúrskarandi aksturseiginleikar sem lönduðu Volvo XC90 verðlaunasætinu. Í síðustu viku bættust svo ein verðlaunin enn við fyrir Volvo XC90 er hann var valinn besti jeppinn í Bandaríkjunum. Þau verðlaun fékk XC90 einnig fyrir síðustu kynslóð bílsins árið 2003. Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent
Volvo XC90 hlaut hin virtu Fleet Safety Initiative verðlaun sem valin eru af ACFO (Association of Car Fleet Operators). Verðlaunin heiðra þá bestu í geiranum og voru það öryggisnýjungar Volvo XC90 sem þóttu skara fram úr. Með Volvo XC90 voru frumsýndar tvær öryggisnýjungar, vörn við útafakstur og sjálfvirk bremsa ef beygt er í veg fyrir ökutæki úr gagnstæðri átt. Í sömu viku var Volvo XC90 einnig valinn Luxury SUV ársins 2015 af Professional Driver QSI. Þar eru verðlaunaðir þeir bílar sem þykja skara fram úr meðal einkabílstjóra. Það voru frábærir eiginleikar fjögurra sýlindra dísil vélarinnar, sá kostur að hann rúmi 7 farþega á þægilegan hátt og framúrskarandi aksturseiginleikar sem lönduðu Volvo XC90 verðlaunasætinu. Í síðustu viku bættust svo ein verðlaunin enn við fyrir Volvo XC90 er hann var valinn besti jeppinn í Bandaríkjunum. Þau verðlaun fékk XC90 einnig fyrir síðustu kynslóð bílsins árið 2003.
Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent