Toyota lækkar söluáætlanir fyrir Prius Finnur Thorlacius skrifar 13. janúar 2016 14:30 Nýr Toyota Prius er laglegri en forverinn. Lækkandi olíuverð í heiminum öllum hefur minnkað eftirspurn eftir tvinnbílum þar sem kaupendum bíla er slétt sama um eyðslu þeirra og sækja því ekki eins mikið í tvinnbíla og losna með því við þann aukakostnað sem þessi aukabúnaður felur í sér. Fjórða kynslóð Toyota Prius kom á markað í Japan í desember og von er á bílnum á Evrópumarkað sem og til Bandaríkjanna snemma á þessu ári. Í fyrri áætlunum Toyota var gert ráð fyrir að selja 400.000 Prius á ári, en í nýjum áætlunum Toyota er gert ráð fyrir 300-350.000 bílum. Bensín hefur lækkað um nær helming frá miðju ári 2014 í Bandaríkjunum, en þar er stærsti markaðurinn fyrir Toyota Prius. Það hefur orðið til þess að 12% færri Prius bílar seldust þar árið 2015 en árið á undan. Nýr Prius er sagður 20% eyðslugrennri en forverinn og það sama á við mengun hans. Mengun hans fer úr 86 g/km af Co2 í 70 g/km. Eyðslan fer úr 3,9 lítrum í 3,0 lítra. Toyota hefur selt fjórar milljónir Prius bíla frá því hann kom fyrst á markað. Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent
Lækkandi olíuverð í heiminum öllum hefur minnkað eftirspurn eftir tvinnbílum þar sem kaupendum bíla er slétt sama um eyðslu þeirra og sækja því ekki eins mikið í tvinnbíla og losna með því við þann aukakostnað sem þessi aukabúnaður felur í sér. Fjórða kynslóð Toyota Prius kom á markað í Japan í desember og von er á bílnum á Evrópumarkað sem og til Bandaríkjanna snemma á þessu ári. Í fyrri áætlunum Toyota var gert ráð fyrir að selja 400.000 Prius á ári, en í nýjum áætlunum Toyota er gert ráð fyrir 300-350.000 bílum. Bensín hefur lækkað um nær helming frá miðju ári 2014 í Bandaríkjunum, en þar er stærsti markaðurinn fyrir Toyota Prius. Það hefur orðið til þess að 12% færri Prius bílar seldust þar árið 2015 en árið á undan. Nýr Prius er sagður 20% eyðslugrennri en forverinn og það sama á við mengun hans. Mengun hans fer úr 86 g/km af Co2 í 70 g/km. Eyðslan fer úr 3,9 lítrum í 3,0 lítra. Toyota hefur selt fjórar milljónir Prius bíla frá því hann kom fyrst á markað.
Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent