Carlos Sainz með forystuna í Dakar Finnur Thorlacius skrifar 13. janúar 2016 16:15 Carlos Sainz á 9. dagleið í gær. Hinn reyndi og síungi spánverji Carlos Sainz er nú með rúmlega 7 mínútna forystu í Dakar rallinu eftir níundu dagleið keppninnar á Peugeot bíl sínum. Hann hafði einmitt sigur á 9. dagleiðinni. Dagleiðin í gær var stytt vegna þess hve margir höfðu lent í erfiðleikum, ekki síst vegna mikils hita. Annar á þessari dagleið varð óvænt Erik Van Loon á Mini bíl aðeins 10 sekúndum á eftir Sainz og Mikko Hirvonen, líka á Mini, varð þriðji 27 sekúndum á eftir Sainz. Sebastian Loeb sem leitt hafði Dakar rallið að mestu fram að dagleið 8 lenti annan daginn í röð í vandræðum og tapaði miklum tíma á fremstu menn og kláraði um klukkutíma á eftir Sainz. Hann er nú ekki á meðal 10 fremstu bíla þar sem hann tapaði enn meiri tíma á 8. dagleið keppninnar. Annar í heildarkeppninni nú er Stephane Petrhansel á Peugeot, en hann leiddi keppnina fyrir síðustu dagleið en tapaði 9 mínútum á Sainz í gær og er nú 7 mínútum og þremur sekúndum á eftir Sainz. Þriðji er nú Nasser Al-Attiyah og fjórði Mikko Hirvonen, báðir á Mini bílum. Þeir eru 14:38 og 34:50 mín. á eftir Sainz. Eftir þeim koma svo 3 Toyota bílar, þá 2 Mini og sá tíundi er Ciril Despres á Peugeot. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent
Hinn reyndi og síungi spánverji Carlos Sainz er nú með rúmlega 7 mínútna forystu í Dakar rallinu eftir níundu dagleið keppninnar á Peugeot bíl sínum. Hann hafði einmitt sigur á 9. dagleiðinni. Dagleiðin í gær var stytt vegna þess hve margir höfðu lent í erfiðleikum, ekki síst vegna mikils hita. Annar á þessari dagleið varð óvænt Erik Van Loon á Mini bíl aðeins 10 sekúndum á eftir Sainz og Mikko Hirvonen, líka á Mini, varð þriðji 27 sekúndum á eftir Sainz. Sebastian Loeb sem leitt hafði Dakar rallið að mestu fram að dagleið 8 lenti annan daginn í röð í vandræðum og tapaði miklum tíma á fremstu menn og kláraði um klukkutíma á eftir Sainz. Hann er nú ekki á meðal 10 fremstu bíla þar sem hann tapaði enn meiri tíma á 8. dagleið keppninnar. Annar í heildarkeppninni nú er Stephane Petrhansel á Peugeot, en hann leiddi keppnina fyrir síðustu dagleið en tapaði 9 mínútum á Sainz í gær og er nú 7 mínútum og þremur sekúndum á eftir Sainz. Þriðji er nú Nasser Al-Attiyah og fjórði Mikko Hirvonen, báðir á Mini bílum. Þeir eru 14:38 og 34:50 mín. á eftir Sainz. Eftir þeim koma svo 3 Toyota bílar, þá 2 Mini og sá tíundi er Ciril Despres á Peugeot.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent