Hefur hlustað 119 sinnum á íslenska þjóðsönginn á stórmóti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2016 06:00 Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/AFP Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er á leiðinni á sitt nítjánda stórmót á sextán árum. Guðjón Valur hefur verið með á öllum mótum frá því að hann steig sín fyrstu stórmótaspor í Króatíu í janúar 2000. Strákarnir okkar eru á leiðinni á enn eitt stórmótið og að sjálfsögðu lætur einn maður sig ekki vanta. Íslenska landsliðið hefur verið fastagestur á stórmótum handboltans undanfarin fimmtán ár og íslenski járnmaðurinn hefur alltaf verið með. Guðjón Valur Sigurðsson er nú að undirbúa sig fyrir sinn fyrsta leik á sínu nítjánda stórmóti. Leikjahæsti og markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á Heimsmeistaramótum, Evrópumeistaramótum og Ólympíuleikum hefur fyrir löngu tryggt sér sér kafla í sögu íslenska handboltalandsliðsins. Guðjón Valur hefur þegar náð því að spila 119 leiki fyrir íslenska landsliðið á stórmóti og mörkin eru orðin 628 talsins. Þessi frábæri leikmaður hefur ekki aðeins spilað á öllum þessum stórmótum og alla þessi leiki heldur hefur hann skorað 5,3 mörk að meðaltali í leik sem er hæsta meðalskor íslensks landsliðsmanns á stórmótum. Þorbjörn Jensson gaf Guðjóni Val fyrsta tækifærið með íslenska landsliðinu og tók hann með á fyrsta stórmótið á EM í Króatíu. Það var jafnframt fyrsta Evrópumeistaramót íslenska liðsins. Guðjón Valur var utan hóps í fyrstu tveimur leikjunum en eftir að hann kom inn í liðið í þriðja leik hefur hann ekki misst úr leik á EM.Þrisvar í úrvalsliði stórmóts Guðjón Valur hefur auk þess spilað langstærsta hluta þessara vel rúmlega hundrað leikja fyrir íslenska liðið á stórmótum. Guðjón Valur hefur þrisvar verið valinn í úrvalsliðið á stórmóti, þar á meðal á tveimur síðustu Evrópumótum, í Serbíu 2012 og í Danmörku 2014. Hann hefur níu sinnum verið á topp tíu yfir markahæstu leikmenn, fjórum sinnum á topp þrjú og varð síðan markakóngur heimsmeistaramótsins í Þýskalandi 2007. Næsta heimsmeistaramót fer fram í Frakklandi eftir eitt ár en það var einmitt í Frakklandi sem Guðjón Valur tók þátt í sínu fyrsta heimsmeistaramóti fyrir fimmtán árum. Það á eftir að koma í ljós hvort Guðjón Valur, þá á 38. aldursári, eða íslenska landsliðið verður með í Frakklandi eftir ár en það setur vissulega afrek Guðjóns Vals í samhengi að hann næði þá að taka þátt í tveimur heimsmeistarakeppnum í sama landinu.Tuttugasta mótið á ÓL í Ríó? Guðjón Valur gæti hins vegar náð því að spila tuttugasta stórmótið sitt á árinu 2016 en það stendur og fellur með frammistöðu íslenska liðsins á Evrópukeppninni í Póllandi næstu vikurnar sem og framgöngu liðsins í forkeppni Ólympíuleikanna í apríl komist liðið þangað. Fyrsti leikurinn er á móti Noregi á föstudagskvöldið og þar þurfa Guðjón Valur og félagar að ná góðum úrslitum ef þetta á að bætast í hóp skemmtilegra stórmóta Guðjóns Vals en eins og sjá má hér til hliðar er nóg af þeim. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Guðjón Valur: Ég vil fá meiri pressu á okkur sem fyrir eru í landsliðinu Landsliðsfyrirliðinn segir ekki alla vita um hvað þeir eru að tala þegar kallað er eftir að yngja upp hjá strákunum okkar. 13. janúar 2016 11:00 Fyrsti þáttur Handvarpsins 2016: Sest niður með Guðjóni Val Landsliðsfyrirliðinn var sérstakur gestur fyrstu útgáfu Handvarpsins 2016, hlaðvarpi Vísis um stórmótin í handbolta 13. janúar 2016 09:45 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Sport Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er á leiðinni á sitt nítjánda stórmót á sextán árum. Guðjón Valur hefur verið með á öllum mótum frá því að hann steig sín fyrstu stórmótaspor í Króatíu í janúar 2000. Strákarnir okkar eru á leiðinni á enn eitt stórmótið og að sjálfsögðu lætur einn maður sig ekki vanta. Íslenska landsliðið hefur verið fastagestur á stórmótum handboltans undanfarin fimmtán ár og íslenski járnmaðurinn hefur alltaf verið með. Guðjón Valur Sigurðsson er nú að undirbúa sig fyrir sinn fyrsta leik á sínu nítjánda stórmóti. Leikjahæsti og markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á Heimsmeistaramótum, Evrópumeistaramótum og Ólympíuleikum hefur fyrir löngu tryggt sér sér kafla í sögu íslenska handboltalandsliðsins. Guðjón Valur hefur þegar náð því að spila 119 leiki fyrir íslenska landsliðið á stórmóti og mörkin eru orðin 628 talsins. Þessi frábæri leikmaður hefur ekki aðeins spilað á öllum þessum stórmótum og alla þessi leiki heldur hefur hann skorað 5,3 mörk að meðaltali í leik sem er hæsta meðalskor íslensks landsliðsmanns á stórmótum. Þorbjörn Jensson gaf Guðjóni Val fyrsta tækifærið með íslenska landsliðinu og tók hann með á fyrsta stórmótið á EM í Króatíu. Það var jafnframt fyrsta Evrópumeistaramót íslenska liðsins. Guðjón Valur var utan hóps í fyrstu tveimur leikjunum en eftir að hann kom inn í liðið í þriðja leik hefur hann ekki misst úr leik á EM.Þrisvar í úrvalsliði stórmóts Guðjón Valur hefur auk þess spilað langstærsta hluta þessara vel rúmlega hundrað leikja fyrir íslenska liðið á stórmótum. Guðjón Valur hefur þrisvar verið valinn í úrvalsliðið á stórmóti, þar á meðal á tveimur síðustu Evrópumótum, í Serbíu 2012 og í Danmörku 2014. Hann hefur níu sinnum verið á topp tíu yfir markahæstu leikmenn, fjórum sinnum á topp þrjú og varð síðan markakóngur heimsmeistaramótsins í Þýskalandi 2007. Næsta heimsmeistaramót fer fram í Frakklandi eftir eitt ár en það var einmitt í Frakklandi sem Guðjón Valur tók þátt í sínu fyrsta heimsmeistaramóti fyrir fimmtán árum. Það á eftir að koma í ljós hvort Guðjón Valur, þá á 38. aldursári, eða íslenska landsliðið verður með í Frakklandi eftir ár en það setur vissulega afrek Guðjóns Vals í samhengi að hann næði þá að taka þátt í tveimur heimsmeistarakeppnum í sama landinu.Tuttugasta mótið á ÓL í Ríó? Guðjón Valur gæti hins vegar náð því að spila tuttugasta stórmótið sitt á árinu 2016 en það stendur og fellur með frammistöðu íslenska liðsins á Evrópukeppninni í Póllandi næstu vikurnar sem og framgöngu liðsins í forkeppni Ólympíuleikanna í apríl komist liðið þangað. Fyrsti leikurinn er á móti Noregi á föstudagskvöldið og þar þurfa Guðjón Valur og félagar að ná góðum úrslitum ef þetta á að bætast í hóp skemmtilegra stórmóta Guðjóns Vals en eins og sjá má hér til hliðar er nóg af þeim.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Guðjón Valur: Ég vil fá meiri pressu á okkur sem fyrir eru í landsliðinu Landsliðsfyrirliðinn segir ekki alla vita um hvað þeir eru að tala þegar kallað er eftir að yngja upp hjá strákunum okkar. 13. janúar 2016 11:00 Fyrsti þáttur Handvarpsins 2016: Sest niður með Guðjóni Val Landsliðsfyrirliðinn var sérstakur gestur fyrstu útgáfu Handvarpsins 2016, hlaðvarpi Vísis um stórmótin í handbolta 13. janúar 2016 09:45 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Sport Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
Guðjón Valur: Ég vil fá meiri pressu á okkur sem fyrir eru í landsliðinu Landsliðsfyrirliðinn segir ekki alla vita um hvað þeir eru að tala þegar kallað er eftir að yngja upp hjá strákunum okkar. 13. janúar 2016 11:00
Fyrsti þáttur Handvarpsins 2016: Sest niður með Guðjóni Val Landsliðsfyrirliðinn var sérstakur gestur fyrstu útgáfu Handvarpsins 2016, hlaðvarpi Vísis um stórmótin í handbolta 13. janúar 2016 09:45
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti