Erum félagsverur og verðum að fá að tjá okkur Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 16. janúar 2016 10:30 Stelpurnar standa fyrir styrktartónleikum fyrir samtökin Geðsjúk í kvöld. Vísir/Ernir Þær Silja Björk Björnsdóttir, Tara Ösp Tjörvadóttir og Bryndís Sæunn S. Gunnlaugsdóttir stofnuðu í fyrra Facebook-hópinn Geðsjúk og undan rifjum hans rann #égerekkitabú byltingin sem vakti talsverða athygli á samfélagsmiðlum. Markmið hópsins og byltingarinnar var að vekja athygli á geðsjúkdómum, auka sýnileika þeirra og þannig spyrna fótum við skömminni sem oft getur fylgt sökum lítillar umræðu. Fjöldi fólks deildi sögum af baráttu sinni við ýmsa geðsjúkdóma og í kjölfarið stofnuðu stelpurnar baráttusamtökin Geðsjúk sem standa fyrir geðsjúku skemmtikvöldi á Lofti hosteli í kvöld. „Það þarf að fjármagna þetta eins og allt annað og þess vegna erum við að halda þessa tónleika,“ segir Silja, en á skemmtikvöldinu mun stjórnin kynna ný verkefni samtakanna, framtíðarplön og er markmiðið að fjármagna fleiri verkefni. „Við ætlum líka að sýna hluta af ljósmyndaverkefninu hennar Töru en hún er að ljósmynda eins marga þunglynda einstaklinga og hún getur,“ segir Silja og bætir við að ljósmyndaverkefnið sé enn í ferli og áhugasamir geti skráð sig í myndatöku hjá Töru á staðnum. Hjá samtökunum er það næst á dagskrá að opna nýja vefsíðu þar sem boðið verður upp á alls kyns greinar og upplýsingar um geðheilbrigði og geðheilbrigðismál á Íslandi. Silja segir víða pott brotinn í geðheilbrigðismálum á Íslandi og mikilvægt að auka umræðuna. „Þörfin fyrir umræðuna er gríðarlega mikil og það er ótrúlegt hvernig andlegir sjúkdómar gleymast. Fólki finnst oft eins og það megi ekki tala um þetta,“ segir hún og heldur áfram: „Það er mjög slæmt og stór partur af vandamálinu. Við erum félagsverur og verðum að fá að tjá okkur og vera eins og við erum.“ Skemmtikvöldið hefst klukkan 20.00 á Lofti hosteli. Rapparinn Kött Grá Pjé kemur fram og Futurgrapher leikur lifandi raftónlist auk þess sem fleiri atriði verða á dagskrá. Aðgangseyrir er 1.000 krónur og rennur allur ágóði óskiptur til félagsstarfa Geðsjúk. Heilsa Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Þær Silja Björk Björnsdóttir, Tara Ösp Tjörvadóttir og Bryndís Sæunn S. Gunnlaugsdóttir stofnuðu í fyrra Facebook-hópinn Geðsjúk og undan rifjum hans rann #égerekkitabú byltingin sem vakti talsverða athygli á samfélagsmiðlum. Markmið hópsins og byltingarinnar var að vekja athygli á geðsjúkdómum, auka sýnileika þeirra og þannig spyrna fótum við skömminni sem oft getur fylgt sökum lítillar umræðu. Fjöldi fólks deildi sögum af baráttu sinni við ýmsa geðsjúkdóma og í kjölfarið stofnuðu stelpurnar baráttusamtökin Geðsjúk sem standa fyrir geðsjúku skemmtikvöldi á Lofti hosteli í kvöld. „Það þarf að fjármagna þetta eins og allt annað og þess vegna erum við að halda þessa tónleika,“ segir Silja, en á skemmtikvöldinu mun stjórnin kynna ný verkefni samtakanna, framtíðarplön og er markmiðið að fjármagna fleiri verkefni. „Við ætlum líka að sýna hluta af ljósmyndaverkefninu hennar Töru en hún er að ljósmynda eins marga þunglynda einstaklinga og hún getur,“ segir Silja og bætir við að ljósmyndaverkefnið sé enn í ferli og áhugasamir geti skráð sig í myndatöku hjá Töru á staðnum. Hjá samtökunum er það næst á dagskrá að opna nýja vefsíðu þar sem boðið verður upp á alls kyns greinar og upplýsingar um geðheilbrigði og geðheilbrigðismál á Íslandi. Silja segir víða pott brotinn í geðheilbrigðismálum á Íslandi og mikilvægt að auka umræðuna. „Þörfin fyrir umræðuna er gríðarlega mikil og það er ótrúlegt hvernig andlegir sjúkdómar gleymast. Fólki finnst oft eins og það megi ekki tala um þetta,“ segir hún og heldur áfram: „Það er mjög slæmt og stór partur af vandamálinu. Við erum félagsverur og verðum að fá að tjá okkur og vera eins og við erum.“ Skemmtikvöldið hefst klukkan 20.00 á Lofti hosteli. Rapparinn Kött Grá Pjé kemur fram og Futurgrapher leikur lifandi raftónlist auk þess sem fleiri atriði verða á dagskrá. Aðgangseyrir er 1.000 krónur og rennur allur ágóði óskiptur til félagsstarfa Geðsjúk.
Heilsa Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira