Strákarnir okkar verða á NFL-vaktinni í kvöld
„Við náum fyrri leiknum í kvöld en við látum seinni leikinn vera,“ segir Ásgeir Örn en hann hreinlega ljómar er hann fær að tala um NFL.
„Mér sýnist við svo ná báðum leikjunum á morgun. Þrír af fjórum. Það er ansi gott.“
Þeir sem hafa áhuga safnast saman og horfa á leikina. Liðið er til að mynda með stórt fundarherbergi þar sem er tjald sem líklega verður notað í kvöld.
„Við vorum svona tíu saman í Katar í fyrra að horfa á leikina. Það er enginn veðpottur en það er samt góð hugmynd.“
Strákarnir taka líka þátt í NFL-fantasy þar sem þeir stilla upp liðum og spila hver við annan. Landsliðið er með sína eigin deild en hver vann hana í ár?
„Ég man ekkert hvernig það fór,“ segir Ásgeir lúmskur en svarið gefur til kynna að hann hafi ekki náð merkilegum árangri þetta tímabilið. „Guðjón Valur vann deildina í ár. Tapaði fyrstu fimm og vann restina. Það var reynsla í þessu hjá honum.“
Sjá má viðtalið við Ásgeir Örn í heild sinni hér að ofan en þar er líka talað um leikinn gegn Noregi í gær.
Allir leikir helgarinnar í NFL-deildinni verða svo í beinni á Stöð 2 Sport.
Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
Tengdar fréttir

Vissi að ég myndi verja lokaskotið
Draumabyrjun hjá íslenska landsliðinu á EM. Björgvin Páll Gústavsson varði lokaskotið í háspennuleik gegn Noregi og sá til þess að Ísland vann með einu marki, 26-25. Aron Pálmarsson fór hamförum í leiknum.

Aron: Ég var aldrei stressaður
"Þetta var frekar erfitt hjá mér í dag. Ég var ekki að hitta og í engum fíling,“ sagði Aron Pálmarsson hæðnislega eftir leikinn ótrúlega gegn Norðmönnum í kvöld þar sem hann fór á kostum.

Mögnuð stund: Strákarnir okkar og íslensku stuðningsmennirnir tóku „Ég er kominn heim“
Stuðningsmenn íslenska handboltalandsliðsins eru farnir að vekja athygli í Póllandi en í gærkvöldi tók hópurinn lagið Ég er kominn heim með Óðni Valdimarssyni til heiðurs strákunum okkar.

Alexander stoppaði Norðmenn níu sinnum
Alexander Petersson átti flottan leik í vörn íslenska liðsins í sigrinum á Noregi í fyrsta leik liðsins á EM í Póllandi.

Aron þjálfari: Frábær karakter í liðinu
"Þetta var rosalegur leikur og þvílík spenna,“ sagði hás landsliðsþjálfari, Aron Kristjánsson, eftir spennusigurinn á Noregi í gær. Hann tók á fyrir leikmenn, þjálfara og áhorfendur.

Aron Pálmarsson fékk langhæstu einkunnina hjá Hbstatz
Aron Pálmarsson var besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins í sigrinum á Noregi í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Póllandi.