Kretzschmar líkir Degi Sigurðssyni við Pep Guardiola Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2016 13:00 Dagur Sigurðsson og Pep Guardiola. Vísir/Getty Þýska handboltagoðsögnin Stefan Kretzschmar telur að Íslendingurinn Dagur Sigurðsson sé hárrétti maðurinn til að þjálfa þýska handboltalandsliðið. Þýska landsliðið tapaði með þriggja marka mun á móti sterku spænsku landsliði í gær í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Póllandi en mætir Svíum næst á morgun. Stefan Kretzschmar hefur væntingar til þess að þýska landsliðið nái að gera betur en á HM í Katar þegar liðið náði sjöunda sætinu. „Ég horfi á leikinn um fimmta sætið. Það er hægt að láta sig dreyma um verðlaun en það er alltof mikil pressa á þetta unga lið og of snemmt að búast við því núna," sagði Stefan Kretzschmar í viðtalið við Abendzeitung, sem er blað í München. Dagur er með mjög ungt landslið á Evrópumótinu í Póllandi og hann hefur einnig þurft að horfa upp á marga sterka og reynslumikla leikmenn heltast úr lestinni vegna meiðsla. „Dagur hefur alltaf haft gott auga fyrir hæfileikaríkum handboltamönnum og hann hefur líka kjark til að nota þá. Fyrir vikið höfum við marga unga leikmenn sem eru klárir. Þetta þýðir líka að hann getur spilað hraðan og skemmtilegan handbolta," sagði Kretzschmar. „Hann er tiltölulega ungur þjálfari sem þekkir hjarta leikmanna. Hann er líka vitur maður sem veit að þetta snýst ekki bara um handboltann. Hann er rétti maðurinn fyrir þetta lið og fyrir þýskan handbolta," sagði Kretzschmar. Kretzschmar var þá spurður út i það hvort Dagur ætti möguleika á því að leika eftir afrek Heiner Brand með þýska landsliðinu. „Það kemur aldrei aftur maður eins og Heiner Brand. Ég líki oft saman handbolta og fótbolta og Dagur minnir mig svolítið á Pep Guardiola," sagði Kretzschmar og það er ekki slæmt fyrir Dag að vera líkt við hinn sigursæla þjálfara Barcelona og Bayern München. „Hann er nýjungagjarn þjálfari eins og Guardiola, hugfanginn af handbolta og maður sem vinnur sér inn mikla virðingu frá sínum leikmönnum. Hann er duglegur að koma inn með nýja hluti," sagði Kretzschmar. „Dagur kemur líka með öðru vísi menningu inn í þýskan handbolta og hann hefur séð til þess að við erum búin að fá nýja og ferska kynslóð inn í þýska landsliðið. Hann er að prófa nýja hluti og er að mínu mati mikill happafengur fyrir þýskan handbolta," sagði Stefan Kretzschmar að lokum. Stefan Kretzschmar er nú 42 ára gamall en hann spilaði á sínum tíma 218 leiki með þýska landsliðinu. Hann vann fern verðlaun á stórmótum með Þýskalandi, silfur og brons á EM (2002 og 1998), silfur á HM 2003 og silfur á ÓL í Aþenu 2004. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Þýska handboltagoðsögnin Stefan Kretzschmar telur að Íslendingurinn Dagur Sigurðsson sé hárrétti maðurinn til að þjálfa þýska handboltalandsliðið. Þýska landsliðið tapaði með þriggja marka mun á móti sterku spænsku landsliði í gær í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Póllandi en mætir Svíum næst á morgun. Stefan Kretzschmar hefur væntingar til þess að þýska landsliðið nái að gera betur en á HM í Katar þegar liðið náði sjöunda sætinu. „Ég horfi á leikinn um fimmta sætið. Það er hægt að láta sig dreyma um verðlaun en það er alltof mikil pressa á þetta unga lið og of snemmt að búast við því núna," sagði Stefan Kretzschmar í viðtalið við Abendzeitung, sem er blað í München. Dagur er með mjög ungt landslið á Evrópumótinu í Póllandi og hann hefur einnig þurft að horfa upp á marga sterka og reynslumikla leikmenn heltast úr lestinni vegna meiðsla. „Dagur hefur alltaf haft gott auga fyrir hæfileikaríkum handboltamönnum og hann hefur líka kjark til að nota þá. Fyrir vikið höfum við marga unga leikmenn sem eru klárir. Þetta þýðir líka að hann getur spilað hraðan og skemmtilegan handbolta," sagði Kretzschmar. „Hann er tiltölulega ungur þjálfari sem þekkir hjarta leikmanna. Hann er líka vitur maður sem veit að þetta snýst ekki bara um handboltann. Hann er rétti maðurinn fyrir þetta lið og fyrir þýskan handbolta," sagði Kretzschmar. Kretzschmar var þá spurður út i það hvort Dagur ætti möguleika á því að leika eftir afrek Heiner Brand með þýska landsliðinu. „Það kemur aldrei aftur maður eins og Heiner Brand. Ég líki oft saman handbolta og fótbolta og Dagur minnir mig svolítið á Pep Guardiola," sagði Kretzschmar og það er ekki slæmt fyrir Dag að vera líkt við hinn sigursæla þjálfara Barcelona og Bayern München. „Hann er nýjungagjarn þjálfari eins og Guardiola, hugfanginn af handbolta og maður sem vinnur sér inn mikla virðingu frá sínum leikmönnum. Hann er duglegur að koma inn með nýja hluti," sagði Kretzschmar. „Dagur kemur líka með öðru vísi menningu inn í þýskan handbolta og hann hefur séð til þess að við erum búin að fá nýja og ferska kynslóð inn í þýska landsliðið. Hann er að prófa nýja hluti og er að mínu mati mikill happafengur fyrir þýskan handbolta," sagði Stefan Kretzschmar að lokum. Stefan Kretzschmar er nú 42 ára gamall en hann spilaði á sínum tíma 218 leiki með þýska landsliðinu. Hann vann fern verðlaun á stórmótum með Þýskalandi, silfur og brons á EM (2002 og 1998), silfur á HM 2003 og silfur á ÓL í Aþenu 2004.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira