„Ég tek ekki við fé fyrir að halda ræður hjá Goldman Sachs“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. janúar 2016 12:51 Clinton og Sanders upp á sviði í kappræðunum. vísir/getty Mest fór fyrir Hillary Clinton og Bernie Sanders í fjórðu kappræðum forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins. Kappræðurnar fóru fram í Charleston í Suður-Karólínuríki í gær. Sá síðarnefndi sakaði Clinton meðal annars um að vera of höll undir öfl á Wall Street og að snúa út úr stefnu hans í málaflokkum sem tengjast heilbrigðiskerfinu og byssueign almennings. Samkvæmt skoðanakönnunum njóta Clinton og Sanders langmests stuðnings hjá flokksmönnum. Sem stendur virðist annars hver maður styðja Hillary en Sanders nýtur hylli rúmlega 38 prósenta kjósenda flokksins. Vinsældir hans hafa einnig aukist mjög á nýja árinu. Í kappræðunum benti Clinton meðal annars á að hún hefði meiri reynslu heldur en Sanders en hún var um skeið utanríkisráðherra í ríkisstjórn Barack Obama. Hún lýsti því yfir að hún hlakkaði til að taka upp þráðinn þar sem Obama sleppir honum. Sanders á hinn bóginn lýsti því yfir að hann vildi gera byltingarkenndar breytingar og að hann væri ekki orðinn samdauna kerfinu líkt og andstæðingur hans.Mjótt á mununum í fyrstu ríkjunum „Ég tek ekki við peningum frá stórum bönkum. Ég tek ekki við fé fyrir að halda ræður hjá Goldman Sachs,“ sagði Sanders meðal annars og uppskar töluverðan fögnuð frá salnum. „Ég er afar skeptískur á það þegar fólk tekur við fé frá aðilum á Wall Street.“ Áhorfendur veittu því einnig eftirtekt að Sanders sýndi meiri viðbrögð en í fyrri kappræðum. Hann átti það til að hrista höfuðið og gretta sig á meðan Clinton svaraði spurningum stjórnenda. Á móti benti Clinton á að Sanders hefði í gegnum tíðina átt það til að hallmæla Obama. Hann hefði meðal annars leitað að einhverjum til að bjóða sig fram gegn honum í forvali Demókrataflokksins árið 2011. Hún gagnrýndi einnig heilbrigðisáætlun keppinautar síns sem hlotið hefur nafnið „Medicare-for-all“. Hulunni var lyft af henni örfáum klukkustundum fyrir kappræðurnar. „Ég er ekki viss hvort við erum að tala um áætlun þína sem þú kynntir fyrir kappræðurnar eða áætlunina sem þú hefur lagt níu sinnum fram undanfarin tuttugu ár. Sannleikurinn er sá að við höfum Obamacare sem hefur veitt nítján milljónum sjúkratryggingu undanfarin ár,“ sagði Clinton og bætti við að Medicare-for-all myndi grafa undan Obamacare. Forval Demókrata hefst 1. febrúar næstkomandi í Iowa og 9. febrúar verður kosið í New Hampshire. Skoðanakannanir sýna að sem stendur gæti Sanders unnið sigur í báðum ríkjum en mjótt er á mununum. Aðrir frambjóðendur njóta mun minni stuðnings en tvímenningarnir. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hillary Clinton: Trump er ekki lengur fyndinn, hann er hættulegur Forsetaframbjóðandinn segir að Repúblikanar verði að stíga upp og segja við Trump: „Nú er komið nóg.“ 11. desember 2015 13:09 Forskot Clinton á Sanders nærri hverfur í nýrri skoðanakönnun Samkvæmt könnuninni nýtur Clinton nú stuðnings 43 prósenta líklegra kjósenda en Sanders 39 prósenta. 12. janúar 2016 07:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Mest fór fyrir Hillary Clinton og Bernie Sanders í fjórðu kappræðum forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins. Kappræðurnar fóru fram í Charleston í Suður-Karólínuríki í gær. Sá síðarnefndi sakaði Clinton meðal annars um að vera of höll undir öfl á Wall Street og að snúa út úr stefnu hans í málaflokkum sem tengjast heilbrigðiskerfinu og byssueign almennings. Samkvæmt skoðanakönnunum njóta Clinton og Sanders langmests stuðnings hjá flokksmönnum. Sem stendur virðist annars hver maður styðja Hillary en Sanders nýtur hylli rúmlega 38 prósenta kjósenda flokksins. Vinsældir hans hafa einnig aukist mjög á nýja árinu. Í kappræðunum benti Clinton meðal annars á að hún hefði meiri reynslu heldur en Sanders en hún var um skeið utanríkisráðherra í ríkisstjórn Barack Obama. Hún lýsti því yfir að hún hlakkaði til að taka upp þráðinn þar sem Obama sleppir honum. Sanders á hinn bóginn lýsti því yfir að hann vildi gera byltingarkenndar breytingar og að hann væri ekki orðinn samdauna kerfinu líkt og andstæðingur hans.Mjótt á mununum í fyrstu ríkjunum „Ég tek ekki við peningum frá stórum bönkum. Ég tek ekki við fé fyrir að halda ræður hjá Goldman Sachs,“ sagði Sanders meðal annars og uppskar töluverðan fögnuð frá salnum. „Ég er afar skeptískur á það þegar fólk tekur við fé frá aðilum á Wall Street.“ Áhorfendur veittu því einnig eftirtekt að Sanders sýndi meiri viðbrögð en í fyrri kappræðum. Hann átti það til að hrista höfuðið og gretta sig á meðan Clinton svaraði spurningum stjórnenda. Á móti benti Clinton á að Sanders hefði í gegnum tíðina átt það til að hallmæla Obama. Hann hefði meðal annars leitað að einhverjum til að bjóða sig fram gegn honum í forvali Demókrataflokksins árið 2011. Hún gagnrýndi einnig heilbrigðisáætlun keppinautar síns sem hlotið hefur nafnið „Medicare-for-all“. Hulunni var lyft af henni örfáum klukkustundum fyrir kappræðurnar. „Ég er ekki viss hvort við erum að tala um áætlun þína sem þú kynntir fyrir kappræðurnar eða áætlunina sem þú hefur lagt níu sinnum fram undanfarin tuttugu ár. Sannleikurinn er sá að við höfum Obamacare sem hefur veitt nítján milljónum sjúkratryggingu undanfarin ár,“ sagði Clinton og bætti við að Medicare-for-all myndi grafa undan Obamacare. Forval Demókrata hefst 1. febrúar næstkomandi í Iowa og 9. febrúar verður kosið í New Hampshire. Skoðanakannanir sýna að sem stendur gæti Sanders unnið sigur í báðum ríkjum en mjótt er á mununum. Aðrir frambjóðendur njóta mun minni stuðnings en tvímenningarnir.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hillary Clinton: Trump er ekki lengur fyndinn, hann er hættulegur Forsetaframbjóðandinn segir að Repúblikanar verði að stíga upp og segja við Trump: „Nú er komið nóg.“ 11. desember 2015 13:09 Forskot Clinton á Sanders nærri hverfur í nýrri skoðanakönnun Samkvæmt könnuninni nýtur Clinton nú stuðnings 43 prósenta líklegra kjósenda en Sanders 39 prósenta. 12. janúar 2016 07:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Hillary Clinton: Trump er ekki lengur fyndinn, hann er hættulegur Forsetaframbjóðandinn segir að Repúblikanar verði að stíga upp og segja við Trump: „Nú er komið nóg.“ 11. desember 2015 13:09
Forskot Clinton á Sanders nærri hverfur í nýrri skoðanakönnun Samkvæmt könnuninni nýtur Clinton nú stuðnings 43 prósenta líklegra kjósenda en Sanders 39 prósenta. 12. janúar 2016 07:00