Olíuverð hríðfellur vegna afnáms viðskiptaþvingana 18. janúar 2016 20:00 Olíuverð í heiminum hefur ekki verið lægra frá árinu 2003 en verðið hefur fallið um sjötíu prósent frá því um mitt síðasta ár. Heimsmarkaðsverð hefur snarlækkað undanfarið en afnám viðskiptaþvingana gegn Íran er helsta ástæða lækkunarinnar. Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í morgun undir 28 dollara á tunnuna en það hefur ekki gerst í tólf ár. Dýfuna má rekja til þess að viðskiptabanni Vesturlanda gegn Íran var aflétt í gær en það var hluti af samkomulagi Vesturlanda og Íran í kjarnorkudeilunni svokölluðu. Fullgilding kjarnorkusamningsins gerir það að verkum að Íranar geta losað gríðarlega háar fjárhæðir af bankareikningum sem höfðu verið frystir vegna refsiaðgerðanna og geta nú flutt olíu til þeirra vestrænu ríkja sem tóku þátt í viðskiptabanninu. Endurkoma Íran á markaðinn þýðir að framboð á olíu hefur nú skyndilega aukist griðarlega. Er það mat sérfræðinga að olíuverð muni halda áfram að falla á næstu árum, meðal annars vegna þess að eftirspurn hefur minnkað mikið bæði í Evrópu og Kína. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Olíuverð í heiminum hefur ekki verið lægra frá árinu 2003 en verðið hefur fallið um sjötíu prósent frá því um mitt síðasta ár. Heimsmarkaðsverð hefur snarlækkað undanfarið en afnám viðskiptaþvingana gegn Íran er helsta ástæða lækkunarinnar. Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í morgun undir 28 dollara á tunnuna en það hefur ekki gerst í tólf ár. Dýfuna má rekja til þess að viðskiptabanni Vesturlanda gegn Íran var aflétt í gær en það var hluti af samkomulagi Vesturlanda og Íran í kjarnorkudeilunni svokölluðu. Fullgilding kjarnorkusamningsins gerir það að verkum að Íranar geta losað gríðarlega háar fjárhæðir af bankareikningum sem höfðu verið frystir vegna refsiaðgerðanna og geta nú flutt olíu til þeirra vestrænu ríkja sem tóku þátt í viðskiptabanninu. Endurkoma Íran á markaðinn þýðir að framboð á olíu hefur nú skyndilega aukist griðarlega. Er það mat sérfræðinga að olíuverð muni halda áfram að falla á næstu árum, meðal annars vegna þess að eftirspurn hefur minnkað mikið bæði í Evrópu og Kína.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira