Koenigsegg Agera RS uppseldur Finnur Thorlacius skrifar 19. janúar 2016 10:12 Koenigsegg Agera RS. motorauthority.com Þeir sem höfðu hugsað sér að kaupa eintak af hinum sænska ofurbíl Koenigsegg Agera RS eru orðnir of seinir, hann er uppseldur og verða ekki framleidd nema 25 eintök af honum. Fyrir hvert eintak þessa 1.160 hestafla bíls þarf reyndar að reiða fram kringum 260 milljónir króna, en nóg virðist vera til af fólki sem ekki munar um það. Þessi Koenigsegg Agera RS er bíll sem er skotið á milli hins 1.124 hestafla Koenigsegg Agera R og Koenigsegg One:1 sem er 1.341 hestafl og 1.341 kíló. Kaupendur þessara 25 eintaka á bílnum er meðal annars að finna í Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Japan, Kína, Taiwan, Singapore, Malasíu, Saudi-Arabíu, Quatar og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Koenigsegg Agera RS er 2,8 sekúndur í hundraðið, en enn athygliverðara er að hann er aðeins 20 sekúndur í 400 km hraða og hámarkshraðinn er 440 km/klst. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent
Þeir sem höfðu hugsað sér að kaupa eintak af hinum sænska ofurbíl Koenigsegg Agera RS eru orðnir of seinir, hann er uppseldur og verða ekki framleidd nema 25 eintök af honum. Fyrir hvert eintak þessa 1.160 hestafla bíls þarf reyndar að reiða fram kringum 260 milljónir króna, en nóg virðist vera til af fólki sem ekki munar um það. Þessi Koenigsegg Agera RS er bíll sem er skotið á milli hins 1.124 hestafla Koenigsegg Agera R og Koenigsegg One:1 sem er 1.341 hestafl og 1.341 kíló. Kaupendur þessara 25 eintaka á bílnum er meðal annars að finna í Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Japan, Kína, Taiwan, Singapore, Malasíu, Saudi-Arabíu, Quatar og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Koenigsegg Agera RS er 2,8 sekúndur í hundraðið, en enn athygliverðara er að hann er aðeins 20 sekúndur í 400 km hraða og hámarkshraðinn er 440 km/klst.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent