Renault gert að innkalla 15.000 bíla vegna útblásturs Finnur Thorlacius skrifar 19. janúar 2016 10:36 Renault bílar. Það er ekki eingöngu Volkswagen sem gert er að innkalla bíla sína vegna meiri útblástursmengunar en leyfileg er, en nú þarf Renault að innkalla 15.000 bíla sína vegna þessa. Það eru frönsk yfirvöld sem farið hafa fram á þessa innköllun, en í gær var hér greint frá víðtækum prófunum sem þar í landi er nú verið að gera á útblæstri 100 mismunandi bílgerða. Ekkert hefur þó verið fullyrt um ætlað svindl Renault þó svo bílar þeirra hafi mælst með of mikla mengun, en hún kom einkum fram þegar þeir voru mjög heitir, eða mjög kaldir og við þær aðstæður virðast mengunarsíur bílanna ekki virka sem skildi. Renault hefur einmitt fullyrt að fyrirtækið hafi á engan hátt svindlað á mengunarstöðlum eða viðskiptavinum og að bílar þeirra standist mengunarkröfur við þær aðstæður sem þeir voru tíðast mældir við fyrir þessar margháttuðu mælingar nú. Hlutabréf í Renault lækkuðu á tíma um 20% við fréttir um of mikla mengun bíla þeirra en eru nú 10% lægri en fyrir þær. Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent
Það er ekki eingöngu Volkswagen sem gert er að innkalla bíla sína vegna meiri útblástursmengunar en leyfileg er, en nú þarf Renault að innkalla 15.000 bíla sína vegna þessa. Það eru frönsk yfirvöld sem farið hafa fram á þessa innköllun, en í gær var hér greint frá víðtækum prófunum sem þar í landi er nú verið að gera á útblæstri 100 mismunandi bílgerða. Ekkert hefur þó verið fullyrt um ætlað svindl Renault þó svo bílar þeirra hafi mælst með of mikla mengun, en hún kom einkum fram þegar þeir voru mjög heitir, eða mjög kaldir og við þær aðstæður virðast mengunarsíur bílanna ekki virka sem skildi. Renault hefur einmitt fullyrt að fyrirtækið hafi á engan hátt svindlað á mengunarstöðlum eða viðskiptavinum og að bílar þeirra standist mengunarkröfur við þær aðstæður sem þeir voru tíðast mældir við fyrir þessar margháttuðu mælingar nú. Hlutabréf í Renault lækkuðu á tíma um 20% við fréttir um of mikla mengun bíla þeirra en eru nú 10% lægri en fyrir þær.
Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent