Renault gert að innkalla 15.000 bíla vegna útblásturs Finnur Thorlacius skrifar 19. janúar 2016 10:36 Renault bílar. Það er ekki eingöngu Volkswagen sem gert er að innkalla bíla sína vegna meiri útblástursmengunar en leyfileg er, en nú þarf Renault að innkalla 15.000 bíla sína vegna þessa. Það eru frönsk yfirvöld sem farið hafa fram á þessa innköllun, en í gær var hér greint frá víðtækum prófunum sem þar í landi er nú verið að gera á útblæstri 100 mismunandi bílgerða. Ekkert hefur þó verið fullyrt um ætlað svindl Renault þó svo bílar þeirra hafi mælst með of mikla mengun, en hún kom einkum fram þegar þeir voru mjög heitir, eða mjög kaldir og við þær aðstæður virðast mengunarsíur bílanna ekki virka sem skildi. Renault hefur einmitt fullyrt að fyrirtækið hafi á engan hátt svindlað á mengunarstöðlum eða viðskiptavinum og að bílar þeirra standist mengunarkröfur við þær aðstæður sem þeir voru tíðast mældir við fyrir þessar margháttuðu mælingar nú. Hlutabréf í Renault lækkuðu á tíma um 20% við fréttir um of mikla mengun bíla þeirra en eru nú 10% lægri en fyrir þær. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent
Það er ekki eingöngu Volkswagen sem gert er að innkalla bíla sína vegna meiri útblástursmengunar en leyfileg er, en nú þarf Renault að innkalla 15.000 bíla sína vegna þessa. Það eru frönsk yfirvöld sem farið hafa fram á þessa innköllun, en í gær var hér greint frá víðtækum prófunum sem þar í landi er nú verið að gera á útblæstri 100 mismunandi bílgerða. Ekkert hefur þó verið fullyrt um ætlað svindl Renault þó svo bílar þeirra hafi mælst með of mikla mengun, en hún kom einkum fram þegar þeir voru mjög heitir, eða mjög kaldir og við þær aðstæður virðast mengunarsíur bílanna ekki virka sem skildi. Renault hefur einmitt fullyrt að fyrirtækið hafi á engan hátt svindlað á mengunarstöðlum eða viðskiptavinum og að bílar þeirra standist mengunarkröfur við þær aðstæður sem þeir voru tíðast mældir við fyrir þessar margháttuðu mælingar nú. Hlutabréf í Renault lækkuðu á tíma um 20% við fréttir um of mikla mengun bíla þeirra en eru nú 10% lægri en fyrir þær.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent